Innlent

Brandugla hjá Guðbrandi

Brandugla á staur við Bassastaði. 
Bóndinn brá sér út með sterkan ljóskastara og náði þessari ágætu mynd af nöfnu sinni um helgina.
Brandugla á staur við Bassastaði. Bóndinn brá sér út með sterkan ljóskastara og náði þessari ágætu mynd af nöfnu sinni um helgina.

"Ég er nú bara ósköp feginn að hafa hana, það veitir ekkert af smá hjálp við að halda músunum í skefjum," segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum á Ströndum, en þar hefur brandugla vanið komur sínar undanfarið.

"Hún er ekki komin með neitt nafn ennþá en ég gæti nú kallað hana nöfnu," segir Guðbrandur um brandugluna. Ekki er óalgengt að branduglur sjáist á þessum slóðum og er þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkur fugl heimsækir Bassastaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×