Innlent

Launafólk er ekki ofhaldið

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri­hreyf­ingar­innar - græns fram­boðs, segir ljóst að flestir fagni samkomulagi aðila vinnumarkaðar.

"Ekki er nú á óvissuna og brimskaflana bætandi sem þjóðarskútan er að sigla í gegnum í efnahags- og atvinnumálum."

Hann segir þó ljóst mega vera að launafólk sé ekki ofhaldið af leiðréttingunni, þótt í grófum dráttum væri reynt að verja kjörin.

"Kannski er ekki kostur á meiru án verulegra átaka. Ég held þetta verði alveg nógu erfitt næstu mánuðina, sérstaklega fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinarnar, þó að óvissa eða jafnvel átök á vinnumarkaði hefðu nú ekki bæst við."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×