Innlent

Aðalmeðferð ákveðin í dag

Fyrirtaka er í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír af sex ákærðum eru úr Baugsfjölskyldunni. Hér má sjá Jóhannes Jónsson og börn hans, Jón Ásgeir til hægri og Kristínu vinstra megin við Jóhannes.
Fyrirtaka er í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír af sex ákærðum eru úr Baugsfjölskyldunni. Hér má sjá Jóhannes Jónsson og börn hans, Jón Ásgeir til hægri og Kristínu vinstra megin við Jóhannes.

Fyrirtaka í Baugsmálinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og verður þá væntanlega ákveðið hvenær aðalmeðferð verður í ákæruliðunum átta sem eftir standa í Baugsmálinu. Þetta er fyrsta fyrirtaka í málinu eftir að Hæstiréttur vísaði 32 ákæruliðum af 40 frá dómi í haust.

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að í dag verði væntanlega tekin ákvörðun um framhaldið. Hann segist ekki vita hver tímaramminn sé.

Verjendur hinna sex ákærðu sakborninga vilji ljúka þessu eins fljótt og tæknilega sé hægt en hann viti ekki hvort ákæruvaldið hafi sömu afstöðu. "Okkur er ekki kunnugt um afstöðu ákæruvaldsins," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×