Innlent

Fiskur valt af vörubíl

Fiskur á þurru landi. Lögreglan aðstoðaði við að tína upp þorsk og ufsa sem hafði oltið af vörubíl.
Fiskur á þurru landi. Lögreglan aðstoðaði við að tína upp þorsk og ufsa sem hafði oltið af vörubíl.

Fiskker hrundu af vörubíl um hádegisbil á laugardag. Bílstjórinn var að keyra af Reykjanesbraut inn á Grindavíkurveg þegar annað stjórnborðið bilaði með þeim afleiðingum að kerin hrundu af bílpallinum.

Í kerjunum voru þorskur og ufsi. Eitthvað varð um tjón á fiskinum þó að ekki sé vitað hversu mikið það var. Lögreglan var kölluð á staðinn og aðstoðaði við að koma fiskinum á sinn stað aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×