Innlent

Spenntir að sjá þróunina

Óvíst er hvaða áhrif vaxtahækkun Landsbankans á íbúðalánum hafa á þróun fasteignamarkaðarins. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að fasteignasalar fylgist spenntir með samkeppni bankanna.
Óvíst er hvaða áhrif vaxtahækkun Landsbankans á íbúðalánum hafa á þróun fasteignamarkaðarins. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að fasteignasalar fylgist spenntir með samkeppni bankanna.

Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að óvíst sé hvaða áhrif vaxtahækkun Landsbanka Íslands fyrir helgi hafi á þróun fasteignamarkaðarins. Hækkunin úr 4,15 prósenta vöxtum í 4,45 prósent hafi komið talsvert á óvart.

"Þetta er samt ekkert sem við teljum að hafi nein veruleg áhrif en það verður fróðlegt að sjá hversu mikil áhrif þetta hefur á samkeppnina milli bankanna. Við erum spenntir að sjá hvað hinir bankarnir gera, hvort þeir sýni öfluga samkeppni í verki þannig að neytendur geti farið þangað sem best er boðið," segir hann.

Þrátt fyrir samkeppni milli bankanna undanfarin misseri hafa þeir boðið íbúðalán með mikið til sömu vöxtum og sömu lántökugjöldum. Grétar segist vonast til þess að samkeppnin fari að sjást í meiri hreyfingu á markaðnum og vaxtamun á milli banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×