Innlent

Lamin stúlka fær ekki bætur

Hæstiréttur sýknaði í vikunni íslenska ríkið af bótakröfu stúlku sem varð fyrir líkams­­árás þriggja stúlkna í Tryggvagötu í Reykjavík á haustdögum 1998. Var þar snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2004.

Í júlí 2002 voru stúlkurnar þrjár dæmdar til að greiða fórnarlambi sínu bætur og í kjölfarið var sótt um greiðslu til bótanefndar á grundvelli dómsins. Nefndin hafn­aði umsókninni á þeim grund­­velli að liðinn væri tveggja ára tímafrestur frá því brot var fram­ið. Stúlkurnar þrjár frömdu árásina af tilefnislausu og beittu meðal annars brotinni flösku við árásina. Stúlkan rif­beins­brotn­aði og hlaut mar á brjóstkassa, auk mars og ­áverka á fótleggjum og læri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×