Mannræningjarnir neita sakargiftum 3. nóvember 2005 06:30 Mannræningjar í Héraðsdómi. Tveir piltanna fimm sem sakaðir eru um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi og pínt til að taka út peninga í hraðbanka bíða fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm piltar sem sakaðir eru um mannrán í haust sögðu allir ákæru á hendur þeim ranga. Forsprakkinn játaði þó sök að hluta. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimmmenningarnir eru allir ungir að árum, líkt og fórnarlamb þeirra sem er bara sautján ára. Forsprakkinn, sem situr í síbrotagæslu á Litla-Hrauni, er einungis sextán ára, sem og tveir félagar hans. Einn verður átján ára síðar í mánuðinum og sá fimmti og elsti er 26 ára. Samkvæmt ákærunni á hendur piltunum óku þeir að vinnustað fórnarlambs síns, verslun Bónuss við Austurströnd á Seltjarnarnesi, föstudaginn 2. september. Þar fóru þrír inn og þvingaði forsprakkinn, en honum hafði sama dag verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna annarra brota, piltinn út með því að beina að honum rásbyssu. Þegar út var komið var piltinum komið fyrir í skotti bílsins og ekið út að Reykjavíkurflugvelli við Skerjafjörð. Þar eru fimmmenningarnir sagðir hafa veist að piltinum, slegið hann og kastað í jörðina og forsprakkinn heimtað peninga og skotið af rásbyssunni í jörðina skammt frá fórnarlambinu. Piltinum var svo troðið í skottið aftur og ekið í Landsbankann við Hagatorg þar hann var neyddur til að taka út 33.400 krónur. "Ég neyddi hann ekki neitt, hann bara skuldaði mér pening," sagði forsprakki hópsins þegar sakarefnin voru lesin upp fyrir hann í dómi í gær. Þá gerði hann athugasemdir við aðra atburðarás, sagðist hvorki hafa beint að drengnum byssu inni í Bónusversluninni né hótað honum. Hann játti því hins vegar að hafa hleypt af byssunni í Skerjafirði. Næstelsti pilturinn neitaði því að hafa lagt hendur á drenginn úr Bónus en gerði ekki aðrar athugasemdir við ákæruatriði. Hinir þrír neita allir sakargiftum. Í næstu viku verður sameinuð málinu sem rekið er á hendur piltunum önnur ákæra á hendur forsprakkanum og þeim næstelsta fyrir önnur brot, en aðalmeðferð málsins fer fram fyrir dómi undir lok mánaðarins. Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Fimm piltar sem sakaðir eru um mannrán í haust sögðu allir ákæru á hendur þeim ranga. Forsprakkinn játaði þó sök að hluta. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimmmenningarnir eru allir ungir að árum, líkt og fórnarlamb þeirra sem er bara sautján ára. Forsprakkinn, sem situr í síbrotagæslu á Litla-Hrauni, er einungis sextán ára, sem og tveir félagar hans. Einn verður átján ára síðar í mánuðinum og sá fimmti og elsti er 26 ára. Samkvæmt ákærunni á hendur piltunum óku þeir að vinnustað fórnarlambs síns, verslun Bónuss við Austurströnd á Seltjarnarnesi, föstudaginn 2. september. Þar fóru þrír inn og þvingaði forsprakkinn, en honum hafði sama dag verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna annarra brota, piltinn út með því að beina að honum rásbyssu. Þegar út var komið var piltinum komið fyrir í skotti bílsins og ekið út að Reykjavíkurflugvelli við Skerjafjörð. Þar eru fimmmenningarnir sagðir hafa veist að piltinum, slegið hann og kastað í jörðina og forsprakkinn heimtað peninga og skotið af rásbyssunni í jörðina skammt frá fórnarlambinu. Piltinum var svo troðið í skottið aftur og ekið í Landsbankann við Hagatorg þar hann var neyddur til að taka út 33.400 krónur. "Ég neyddi hann ekki neitt, hann bara skuldaði mér pening," sagði forsprakki hópsins þegar sakarefnin voru lesin upp fyrir hann í dómi í gær. Þá gerði hann athugasemdir við aðra atburðarás, sagðist hvorki hafa beint að drengnum byssu inni í Bónusversluninni né hótað honum. Hann játti því hins vegar að hafa hleypt af byssunni í Skerjafirði. Næstelsti pilturinn neitaði því að hafa lagt hendur á drenginn úr Bónus en gerði ekki aðrar athugasemdir við ákæruatriði. Hinir þrír neita allir sakargiftum. Í næstu viku verður sameinuð málinu sem rekið er á hendur piltunum önnur ákæra á hendur forsprakkanum og þeim næstelsta fyrir önnur brot, en aðalmeðferð málsins fer fram fyrir dómi undir lok mánaðarins.
Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira