Innlent

Fólk komst loks á leiðarenda

Vitlaust veður. Á mánudaginn stóðu björgunarsveitir í ströngu í Húnaþingi vestra við að losa bíla sem yfirgefnir höfðu verið í óveðrinu sem brast á um kvöldmat á sunnudag, auk bíla sem svo bættust í hópinn.
Vitlaust veður. Á mánudaginn stóðu björgunarsveitir í ströngu í Húnaþingi vestra við að losa bíla sem yfirgefnir höfðu verið í óveðrinu sem brast á um kvöldmat á sunnudag, auk bíla sem svo bættust í hópinn.

Fólk sem var veðurteppt vegna veðurhamsins á Norð­vestur­landi frá því á sunnudagskvöld komst í gær á leiðarenda. Tólf manns gistu aðra nótt á vegum Rauða krossins, að sögn Guðrúnar Á. Matthías­dóttur, for­manns Rauðakross­deildar­inn­ar á Hvammstanga. "En þau eru að búa sig af stað," sagði hún snemma í gærmorgun.

Á sunnu­dags­kvöldið voru opnaðar þrjár fjölda­hjálparmiðstöðvar vegna fólks sem björgunarsveitir fluttu úr pikk­föstum bílum sínum, í Félags­heimili Hvammstanga, í Víði­hlíð og á Laugabakka. Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir veðrið smám saman hafa gengið niður í Húnaþingi í gær. Hann gerði þó ráð fyrir snjókomu og éljum verður fram á kvöldið, en hægum vindi og þurru í dag. Hann sagði Veðurstofuna hafa spáð vondu, en kvað erfitt að spá fyrir um bylinn sem gerði milli Víðihlíðar og Hvammstanga.

"Svona hlutir gerast svo staðbundið og þar spilar margt inn í, landslag, stöðugleiki loftsins og fleiri hlutir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×