Innlent

Skipulagsmálin vanrækt

Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi
Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi

Þrír frambjóðendur sækjast eftir að ná fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, þau Jórunn Frímannsdóttir, Örn Sigurðsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.

Þorbjörg og Jórunn leggja báðar talsverða áherslu á velferðarmál, sérstaklega hvað varðar aldraða. Samgöngumál eru einnig í brennidepli og virðast þau öll vera hlynnt úrbótum á gatnamótum Miklu­brautar og Kringlumýrarbrautar og byggingu Sundabrautar.

Örn Sigurðsson vill hins vegar leggja algjöran forgang í skipulagsmál og telur að með bættu skipulagi myndist forsendur til úrbóta í mörgum öðrum málum, svo sem bættum samgöngum, minni mengum og fleiri lóðum til bygginga.

Kjartan Magnússon er eini sjálfstæðismaðurinn sem sækist eftir þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavík. Kjartan hefur setið í borgarstjórn um nokkurt bil og hyggst um margt byggja á reynslu sinni af þessum málum. Kjartan setur samgöngumál og íþrótta- og æskulýðsmál á oddinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×