Lífið

Hvít jakkaföt Lenn­ons seld

Umslag plötunnar Abbey Road frá árinu 1969. John Lennon er fremstur í röðinni í hvítu jakkafötunum.
Umslag plötunnar Abbey Road frá árinu 1969. John Lennon er fremstur í röðinni í hvítu jakkafötunum.

Hvítu jakkafötin sem John Lennon klæddist á umslagi Bítlaplötunnar Abbey Road seldust fyrir rúmar sjö milljónir króna á uppboði í Las Vegas. Á umslaginu sjást Lennon og félagar hans í Bítlunum labba yfir gangbraut við Abbey Road-hljóðverið.

Margir reyndu á sínum tíma að finna dýpri merkingu á bak við föt Bítlanna á myndinni. Síðar kom í ljós að þeir voru bara í fötunum sem þeir höfðu klæðst allan daginn. Líkbíll af gerðinni Austin Princess sem Lennon ók í heimildarmyndinni Imagine var einnig seldur á rúmar níu milljónir. Það var japanski skemmtikrafturinn Princess Tenko sem keypti bílinn en hann er með töfrasýningu í Vegas. Bíllinn, sem er frá árinu 1953, hefur bílnúmerið Imagine. Hluti af ágóða sölunnar á eigum Lennons rennur til samtakanna Amnesty International. Á uppboðinu var einnig seld fundarbók Marilyn Monroe frá árinu 1961 sem fór á tæpa eina milljón. Jafnframt seldist höfuðskraut sem leikkonan Elizabeth Taylor klæddist í kvikmyndinni Cleopatra á tæp 800 þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.