Gáfu mjólkina og töpuðu milljónum 9. mars 2005 00:01 Kaskó, Nettó og Bónus gáfu mjólkina í gær. Krónan seldi tvo lítra fyrir krónu. Fjarðarkaup seldi hana vel undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan framleiddi 40 þúsund lítrum meira af mjólk fyrir miðvikudagsverslun en hún gerir vanalega. Það er rúmlega helmingsaukning því vanalega framleiðir hún um 85 þúsund lítra, segir Leifur Örn Leifsson forstöðumaður sölu- og dreifingarsviðs Mjólkursamsölunnar. "Ég tel að neytendur hafi fyrst tekið við sér í gær. Svo virðist sem komið sé af stað almennt neyslubrjálæði. Lágvöruverslanirnar eru að tæma lagera Mjólkursamsölunnar í ákveðnum sérvörum" segir Leifur. Leifur segir Mjólkursamsöluna selja mjólkurlítrann á 78 krónur með virðisaukaskatti til verslana. Nokkurra prósenta afsláttur sé gefinn við magninnkaup. Hann segir að Mjólkursamsölunni berist nánast engar pantanir frá stórverslunum og hverfisverslunum á sama tíma og lágvöruverslanir panti margfalt. Landssamband kúabænda telur tap verslana um þrjár milljónir vegna mjólkurinnar, sé miðað við áttatíu til eitthundrað þúsund selda lítra og að helmingurinn sé seldur til lágvöruverslana, samkvæmt vef þeirra. Tapið er hins vegar að öllum líkindum meira þar sem sala mjólkur er meiri og hlutur lágvaraverslana stærri eins og að framan greinir. Fyrir lítrana 125 þúsund greiða verslanir um átta milljónir. Stefán Guðjónsson, rekstrarstjóri lágvöruverslananna Nettó og Kaskó, segir að ákveðið hafi verið að gefa mjólkina í verslununum til að mótmæla auraviðskiptum keppinautanna í Bónus. Þeir vilji gera betur og því hafi mjólkin verið gefin. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að brugðist hafi verið við leik verslananna og mjólkin einnig gefin. Hann segir mörghundruð verðbreytingar gerðar í Bónusverslununum dag hvern. Stefán segir verðlækkanir hafa verið rétt undir tólf hundruð á dag síðustu þrjá daga í Nettó. Fréttir Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Kaskó, Nettó og Bónus gáfu mjólkina í gær. Krónan seldi tvo lítra fyrir krónu. Fjarðarkaup seldi hana vel undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan framleiddi 40 þúsund lítrum meira af mjólk fyrir miðvikudagsverslun en hún gerir vanalega. Það er rúmlega helmingsaukning því vanalega framleiðir hún um 85 þúsund lítra, segir Leifur Örn Leifsson forstöðumaður sölu- og dreifingarsviðs Mjólkursamsölunnar. "Ég tel að neytendur hafi fyrst tekið við sér í gær. Svo virðist sem komið sé af stað almennt neyslubrjálæði. Lágvöruverslanirnar eru að tæma lagera Mjólkursamsölunnar í ákveðnum sérvörum" segir Leifur. Leifur segir Mjólkursamsöluna selja mjólkurlítrann á 78 krónur með virðisaukaskatti til verslana. Nokkurra prósenta afsláttur sé gefinn við magninnkaup. Hann segir að Mjólkursamsölunni berist nánast engar pantanir frá stórverslunum og hverfisverslunum á sama tíma og lágvöruverslanir panti margfalt. Landssamband kúabænda telur tap verslana um þrjár milljónir vegna mjólkurinnar, sé miðað við áttatíu til eitthundrað þúsund selda lítra og að helmingurinn sé seldur til lágvöruverslana, samkvæmt vef þeirra. Tapið er hins vegar að öllum líkindum meira þar sem sala mjólkur er meiri og hlutur lágvaraverslana stærri eins og að framan greinir. Fyrir lítrana 125 þúsund greiða verslanir um átta milljónir. Stefán Guðjónsson, rekstrarstjóri lágvöruverslananna Nettó og Kaskó, segir að ákveðið hafi verið að gefa mjólkina í verslununum til að mótmæla auraviðskiptum keppinautanna í Bónus. Þeir vilji gera betur og því hafi mjólkin verið gefin. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að brugðist hafi verið við leik verslananna og mjólkin einnig gefin. Hann segir mörghundruð verðbreytingar gerðar í Bónusverslununum dag hvern. Stefán segir verðlækkanir hafa verið rétt undir tólf hundruð á dag síðustu þrjá daga í Nettó.
Fréttir Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira