Mikil spurn eftir folaldakjöti 9. mars 2005 00:01 Eitt þúsund folöld vantar til slátrunar til að anna stóraukinni spurn eftir folaldakjöti. Fordómar gagnvart hrossakjöti hafa minnkað, segja kjötframleiðendur, og erlendis selst kjötið yfirleitt á hærra verði en dilkakjöt. Það þótti ganga glæpi næst að neyta hrossakjöts eftir að kristni var lögtekin hér á landi enda hrossakjötsáti spyrnt saman við heiðni. En nú loks fær hrossakjötið að njóta sannmælis enda herramannsmatur. Neyslan hefur farið sívaxandi síðastliðin ár og nú er svo komið að menn slátra folöldum allan ársins hring í stað þess að gera það bara á haustin. Nýir markaðir erlendis hafa verið numdir og þangað eru flutt á milli 30 og 40 tonn sem er næstum hrein aukning. Erlendur Á. Garðarson, markaðsstjóri Kjötframleiðenda ehf., segir að fólk sé að uppgötva folaldakjötið núna og hann heldur að það seljist allt sem komið á markað. Aðspurður hvort dregið hafi úr fordómum gegn folaldakjöti segir Erlendur að þeir séu nánast horfnir. Hann sjái hrossa- og folaldakjöt á veitingahúsum og þá sé það æ oftar á borðum á heimilum enda sjálfsagt vanmetnasta kjöt á Íslandi í dag. Það eru aðallega fersk fillet og lundir sem hafa slegið í gegn en einnig selst mikið af reyktu og söltuðu kjöti. Björn Sævarsson, deildarstjóri kjötdeildar Nóatúns, segir að sumir séu enn hræddir við hrossakjötið en ef þeir kaupi það einu sinni kaupi þeir það aftur. Aðspurður hvað það sé sem geri kjötið svo gott segir Björn að kjötið sé alltaf mjúkt og erfitt að sjóða það of mikið og þá sé það yfirleitt nýslátrað. Spurður hversu mörg folöld vanti núna segir Erlendur að það skorti 800-1000 folöld fram á sumar. Hann sé hins vegar hræddur um að þau séu ekki til. Erlendur vonast til þess að hrossabændur framleiði í ár enn meira af folaldakjöti svo hægt verði að mæta eftirspurn. Verð á folaldakjöti er nú í sögulegu hámarki en kílóið af folaldalundum er þó rúmlega þúsund krónum ódýrara en kíló af nautalundum. Fréttir Innlent Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Eitt þúsund folöld vantar til slátrunar til að anna stóraukinni spurn eftir folaldakjöti. Fordómar gagnvart hrossakjöti hafa minnkað, segja kjötframleiðendur, og erlendis selst kjötið yfirleitt á hærra verði en dilkakjöt. Það þótti ganga glæpi næst að neyta hrossakjöts eftir að kristni var lögtekin hér á landi enda hrossakjötsáti spyrnt saman við heiðni. En nú loks fær hrossakjötið að njóta sannmælis enda herramannsmatur. Neyslan hefur farið sívaxandi síðastliðin ár og nú er svo komið að menn slátra folöldum allan ársins hring í stað þess að gera það bara á haustin. Nýir markaðir erlendis hafa verið numdir og þangað eru flutt á milli 30 og 40 tonn sem er næstum hrein aukning. Erlendur Á. Garðarson, markaðsstjóri Kjötframleiðenda ehf., segir að fólk sé að uppgötva folaldakjötið núna og hann heldur að það seljist allt sem komið á markað. Aðspurður hvort dregið hafi úr fordómum gegn folaldakjöti segir Erlendur að þeir séu nánast horfnir. Hann sjái hrossa- og folaldakjöt á veitingahúsum og þá sé það æ oftar á borðum á heimilum enda sjálfsagt vanmetnasta kjöt á Íslandi í dag. Það eru aðallega fersk fillet og lundir sem hafa slegið í gegn en einnig selst mikið af reyktu og söltuðu kjöti. Björn Sævarsson, deildarstjóri kjötdeildar Nóatúns, segir að sumir séu enn hræddir við hrossakjötið en ef þeir kaupi það einu sinni kaupi þeir það aftur. Aðspurður hvað það sé sem geri kjötið svo gott segir Björn að kjötið sé alltaf mjúkt og erfitt að sjóða það of mikið og þá sé það yfirleitt nýslátrað. Spurður hversu mörg folöld vanti núna segir Erlendur að það skorti 800-1000 folöld fram á sumar. Hann sé hins vegar hræddur um að þau séu ekki til. Erlendur vonast til þess að hrossabændur framleiði í ár enn meira af folaldakjöti svo hægt verði að mæta eftirspurn. Verð á folaldakjöti er nú í sögulegu hámarki en kílóið af folaldalundum er þó rúmlega þúsund krónum ódýrara en kíló af nautalundum.
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira