Innlent

Verðlaunað fyrir frunsurannsóknir

Rannsóknarhópur sem stendur að sprotafyrirtækinu Líf-hlaup hefur hlotið verðlaun Alþjóðasamtaka tannrannsókna, International Association for Dental Research, og GlaxoSmithKline fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við herpes simplex sýkingum í munni, það er frunsum. Vonast er til að meðferðin sem Líf-hlaup hefur þróað dragi úr óþægindum hjá sjúklingum þar sem frunsan er komin fram og að tími frunsusára styttist og að þau grói fljótar. Meðferðin ætti einnig að gagnast þeim sem eru með frunsuna á frumstigi með því að stöðva framgang veirusýkingarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×