Innlent

Borgarstjóri hjá Mæðrastyrksnefnd

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri skoðaði húsakynni hjá Mæðrastyrksnefnd. Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að lagfæringar á húsnæðinu séu nauðsynlegar og mörgu þurfi að breyta til að auðvelda starfsemina, aðkeyrsla sé til dæmis vond fyrir vöruflutninga og dyrnar þröngar. "Við erum að reyna að fá borgaryfirvöld til liðs við okkur því að við erum kerlingar sem erum ekkert sérstaklega sterkar í handleggjunum," segir Ragnhildur. Veturinn hefur verið annasamur hjá Mæðrastyrksnefnd og framundan eru páskar og fermingar. Frá áramótum hafa 112 sótt vikulega um aðstoð hjá nefndinni og er það aukning frá því í fyrra. Búast má við að þeim fjölgi enn frekar í mars og apríl sem þurfa aðstoð. Ragnhildur segir að fólkið verði stöðugt yngra. "Það eru svo margir sem þurfa á aðstoð að halda, fyrst og fremst vegna lágra l



Fleiri fréttir

Sjá meira


×