Innlent

Átak gegn undirboðum

ASÍ undirbýr átak gegn innflutningi ólöglegs vinnuafls og undirboða á vinnumarkaði. Sérstakur hópur á að hefja störf opinberlega í apríl. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, telur að árangur eigi að sjást fljótlega. Miðstjórn ASÍ hefur ákvað á fundi sínum í gær að stofna teymi með fulltrúum ASÍ og landssambandanna um málefni útlendinga á vinnumarkaði. Hópurinn hefur það verkefni að kanna og upplýsa svarta atvinnustarfsemi og undirboð með erlendu vinnuafli. Ráðnir verða starfsmenn til að sinna eftirlitshlutverki og samstarfi við opinbera aðila. Tekið verður upp skipulegt samstarf við lögregluna, skattayfirvöld, Vinnumálastofnun og Útlendingaeftirlitið vegna mögulegra brota á lögum útlendinga, atvinnuréttindum útlendinga. Þá verður farið í kynningarherferð til að verja kjör og réttindi á vinnumarkaði, koma í veg fyrir félagsleg undirboð og tryggja eðlilega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Verið er að vinna fjárhagsáætlun fyrir verkefnið hjá ASÍ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×