Lífið

Líður að lokum IDOL leiks

IDOL leikurinn hér á Vísi stendur nú sem hæst en lokað verður fyrir þátttöku eftir hádegi. Í kjölfarið verður dregið úr þeim þúsundum nafna sem skráð hafa sig í lukkpottinn. Rúmlega 100 vinningar eru í boði, þar á meðal miðar á úrslitakvöld IDOL stjörnuleitar í Smáralindinni næstkomandi föstudagskvöld. Þar keppa þær Heiða og Hildur Vala um titilinn IDOL stjarnan 2005. Nöfn vinningshafa verða birt hér á Vísi í dag. Fylgist því vel með.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.