Lögreglufréttir 25. mars 2005 00:01 Tíu keyra of hratt Tíu ökumenn voru teknir á of miklum hraða á Vesturlandsvegi við Borgarnes á fimmtudag. Voru ökumennirnir á 110 til 125 kílómetra hraða. Lögreglan í Borgarnesi sagði ökumenn hafa verið rólegri í gær en umferð heldur mikla. Fá skip á sjó Alls voru 88 skip á sjó föstudaginn langa. Eru þá öll skip talin með og segir vaktmaður Tilkynningarskyldu skipa að mest muni um togarana, sem ekki er skylt að vera heima um páska eins og um jól. Rólegt í Reykjavík Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík segir að rólegt hafi verið í höfðuborginni aðfaranótt föstudags enda skemmtistöðum skylt að loka á miðnætti. Þrír stútar undir stýri Þrír ökumenn voru stöðvaðir í Keflavík aðfaranótt fimmtudags grunaðir um ölvun við akstur. Einn gisti fangageymslur vegna heimilisófriðar og einn var kærður fyrir hraðakstur á Njarðvíkurbraut í Njarðvík. Klukkan níu að morgni fimmtudags var tilkynnt um að keyrt hefði verið á kyrrstæðan bíl og ekið burt. Kom eigandi að bílnum sínum skemmdum á vinstri afturhurð. Grjóti hent í bíl Maður kastaði grjóti í rúðu bíls af gerðinni Opel Vectra og brotnaði rúðan. Stóð bíllinn fyrir utan skemmtistaðinn Paddýs á Hafnargötu í Keflavík og var lögreglan kölluð þangað klukkan hálf þrjú aðfaranótt föstudags. Tugir teknir við Blönduós Á þriðja tug ökumanna voru teknir fyrir of hraðan akstur um Húnavatnssýslurnar á fimmtudag og um fimmtán í gær. Lögreglan segir umferðina mikla en að hún hafi gengið vel. Keyra snjó í bæinn Lögreglan á Ísafirði fylgdist með skíðavikunni og rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin er þar um páskahelgina. Fjölmargir eru í bænum og segir lögreglan allt hafa farið vel fram. Grípa hafi þurft til þess ráðs að keyra snjóinn í bæinn á vörubílum svo hægt sé að leika snjóbrettakúnstir fyrir áhorfendur þar sem veðrið sé mjög gott og bærinn snjólaus. Fréttir Innlent Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Tíu keyra of hratt Tíu ökumenn voru teknir á of miklum hraða á Vesturlandsvegi við Borgarnes á fimmtudag. Voru ökumennirnir á 110 til 125 kílómetra hraða. Lögreglan í Borgarnesi sagði ökumenn hafa verið rólegri í gær en umferð heldur mikla. Fá skip á sjó Alls voru 88 skip á sjó föstudaginn langa. Eru þá öll skip talin með og segir vaktmaður Tilkynningarskyldu skipa að mest muni um togarana, sem ekki er skylt að vera heima um páska eins og um jól. Rólegt í Reykjavík Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík segir að rólegt hafi verið í höfðuborginni aðfaranótt föstudags enda skemmtistöðum skylt að loka á miðnætti. Þrír stútar undir stýri Þrír ökumenn voru stöðvaðir í Keflavík aðfaranótt fimmtudags grunaðir um ölvun við akstur. Einn gisti fangageymslur vegna heimilisófriðar og einn var kærður fyrir hraðakstur á Njarðvíkurbraut í Njarðvík. Klukkan níu að morgni fimmtudags var tilkynnt um að keyrt hefði verið á kyrrstæðan bíl og ekið burt. Kom eigandi að bílnum sínum skemmdum á vinstri afturhurð. Grjóti hent í bíl Maður kastaði grjóti í rúðu bíls af gerðinni Opel Vectra og brotnaði rúðan. Stóð bíllinn fyrir utan skemmtistaðinn Paddýs á Hafnargötu í Keflavík og var lögreglan kölluð þangað klukkan hálf þrjú aðfaranótt föstudags. Tugir teknir við Blönduós Á þriðja tug ökumanna voru teknir fyrir of hraðan akstur um Húnavatnssýslurnar á fimmtudag og um fimmtán í gær. Lögreglan segir umferðina mikla en að hún hafi gengið vel. Keyra snjó í bæinn Lögreglan á Ísafirði fylgdist með skíðavikunni og rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin er þar um páskahelgina. Fjölmargir eru í bænum og segir lögreglan allt hafa farið vel fram. Grípa hafi þurft til þess ráðs að keyra snjóinn í bæinn á vörubílum svo hægt sé að leika snjóbrettakúnstir fyrir áhorfendur þar sem veðrið sé mjög gott og bærinn snjólaus.
Fréttir Innlent Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira