Afhverju þessi slæma ímynd? 5. júní 2005 00:01 "Ég er jafnréttissinni en ég er sko alls enginn feministi!!" Þetta eru orð sem heyrast allt of oft koma út úr skoltinum á ólíklegasta fólki og alveg jafn mikið er um þessa ranghugmynd hjá bæði konum og körlum. Feminismi er skilgreindur af Feministafélagi Íslands þannig að sá sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki enn verið náð og vill leggja sitt af mörkum til að sjá breytingar til hins betra, er feministi. Í orðabókum er feminismi oftast skilgreindur þannig að sá sem vill að konur og karlar fái jöfn tækifæri á öllum sviðum sé feministi. Hvað er þetta annað en að vera jafnréttissinni og hvað í ósköpunum er slæmt við það? Það er hreint og beint sorglegt að heyra fólk lýsa yfir neikvæðu áliti á feminisma, sérstaklega ungar stúlkur. Það virðist vera að þær átti sig ekki einu sinni á því hvað feministar fortíðarinnar hafa gert mikið fyrir þær. Þær eiga að vera þakklátar, því hvar væru konur án feminisma? Væru ungar stúlkur kannski enn að þrífa húsin með mæðrum sínum í stað þess að ganga í skóla með drengjunum? Væru konur nútíðarinnar enn taldar óhæfar til að eiga eignir eða ráða yfir fjármunum sínum? Mættu konur ekki kjósa? Jú, sú er einmitt raunin. Þetta eru réttindi sem feministar hafa barist fyrir í aldanna rás og þetta eru nokkur atriði af mörgum sem þeir hafa fengið breytt. Af hverju þá þessi slæma ímynd? Af hverju fordæmir fólk hópa sem berjast fyrir mannréttindum eins og þessum? Ég hef nokkrum sinnum heyrt einstaklinga lýsa yfir vandlætingu sinni á einstökum aðgerðum Feministafélagsins sem ég hef reyndar persónulega alls ekkert út á að setja þar sem ég tel að róttækar aðgerðir þurfi til að breytingar náist. En hins vegar dæmir fólk allan hópinn út frá einstakri aðgerð og alla hugmyndafræðina á bak við hugtakið feminismi. Ég tel það rangt að draga ályktanir á þennan hátt. Málið er að feministar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og alls ekkert allir sammála um hvern einn og einasta hlut. Ef hins vegar einstaklingur er sammála skilgreiningunni hér fyrir ofan um feminisma, þá er hinn sami feministi. Viltu jafnrétti? Viltu gera eitthvað til þess að karlmenn og konur hafi jöfn tækifæri og ekki halli á annað kynið? Þá ertu feministi og þú skalt ekki voga þér að skammast þín fyrir að flokkast undir þá skilgreiningu. Berðu nafnbótina með stolti! Það sem virkilega skortir að mínu mati er fræðsla í skólum um feminisma. Ég lærði varla neitt um feminisma í skóla, hvorki grunnskóla né framhaldsskóla nema ég sæktist sérstaklega eftir því. Fyrir utan stutta umfjöllun um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og það er einfaldlega ekki nóg þó svo að stórkostlegur kvenskörungur hafi verið þar á ferð. Það þarf að útrýma þeim miklu fordómum sem feministar þurfa að lifa við. Fordómar spretta upp vegna vanþekkingar og einskis annars og þess vegna er nauðsynlegt að fræða krakka um grundvallarhugmyndir feminisma. Fyrir stuttu skrifaði ég grein um fegurðarsamkeppnir og gagnrýndi þær. Umsvifalaust var ég í kommentum á vefnum stimpluð gömul, feit, ljót, bitur og að sjálfsögðu feministi. Einungis það síðastnefnda er sannleikanum samkvæmt og það virtist óhjákvæmilegt að orðin feit, ljót, bitur og gömul fylgdu feministastimplinum. Ég er aðeins 22 ára gömul, sennilega undir kjörþyngd ef eitthvað er og alls ekkert ljótari en annað fólk að ég tel. Það er ekki aðeins feitt fólk sem gagnrýnir staðalímyndir. Það er ekki einungis ljótt og biturt fólk sem sér hið fáránlega við fegurðarsamkeppnir og það er ekki einungis gamalt fólk sem hefur gagnrýna hugsun og skoðanir sem það er óhrætt við að láta í ljós. Feministar eru heldur ekki einungis konur og þeir berjast ekki bara fyrir réttindum kvenna. Þeir berjast fyrir jafnrétti, sem fæst einungis með því að berjast fyrir réttindum þeirra sem hallar á. Því miður eru það í allt of mörgum og jafnvel flestum tilfellum konur. Feministar eiga hvorki fordóma né neikvætt viðhorf skilið. Borghildur Gunnarsdóttir -hilda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
"Ég er jafnréttissinni en ég er sko alls enginn feministi!!" Þetta eru orð sem heyrast allt of oft koma út úr skoltinum á ólíklegasta fólki og alveg jafn mikið er um þessa ranghugmynd hjá bæði konum og körlum. Feminismi er skilgreindur af Feministafélagi Íslands þannig að sá sem áttar sig á því að jafnrétti hefur ekki enn verið náð og vill leggja sitt af mörkum til að sjá breytingar til hins betra, er feministi. Í orðabókum er feminismi oftast skilgreindur þannig að sá sem vill að konur og karlar fái jöfn tækifæri á öllum sviðum sé feministi. Hvað er þetta annað en að vera jafnréttissinni og hvað í ósköpunum er slæmt við það? Það er hreint og beint sorglegt að heyra fólk lýsa yfir neikvæðu áliti á feminisma, sérstaklega ungar stúlkur. Það virðist vera að þær átti sig ekki einu sinni á því hvað feministar fortíðarinnar hafa gert mikið fyrir þær. Þær eiga að vera þakklátar, því hvar væru konur án feminisma? Væru ungar stúlkur kannski enn að þrífa húsin með mæðrum sínum í stað þess að ganga í skóla með drengjunum? Væru konur nútíðarinnar enn taldar óhæfar til að eiga eignir eða ráða yfir fjármunum sínum? Mættu konur ekki kjósa? Jú, sú er einmitt raunin. Þetta eru réttindi sem feministar hafa barist fyrir í aldanna rás og þetta eru nokkur atriði af mörgum sem þeir hafa fengið breytt. Af hverju þá þessi slæma ímynd? Af hverju fordæmir fólk hópa sem berjast fyrir mannréttindum eins og þessum? Ég hef nokkrum sinnum heyrt einstaklinga lýsa yfir vandlætingu sinni á einstökum aðgerðum Feministafélagsins sem ég hef reyndar persónulega alls ekkert út á að setja þar sem ég tel að róttækar aðgerðir þurfi til að breytingar náist. En hins vegar dæmir fólk allan hópinn út frá einstakri aðgerð og alla hugmyndafræðina á bak við hugtakið feminismi. Ég tel það rangt að draga ályktanir á þennan hátt. Málið er að feministar eru jafn ólíkir og þeir eru margir og alls ekkert allir sammála um hvern einn og einasta hlut. Ef hins vegar einstaklingur er sammála skilgreiningunni hér fyrir ofan um feminisma, þá er hinn sami feministi. Viltu jafnrétti? Viltu gera eitthvað til þess að karlmenn og konur hafi jöfn tækifæri og ekki halli á annað kynið? Þá ertu feministi og þú skalt ekki voga þér að skammast þín fyrir að flokkast undir þá skilgreiningu. Berðu nafnbótina með stolti! Það sem virkilega skortir að mínu mati er fræðsla í skólum um feminisma. Ég lærði varla neitt um feminisma í skóla, hvorki grunnskóla né framhaldsskóla nema ég sæktist sérstaklega eftir því. Fyrir utan stutta umfjöllun um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og það er einfaldlega ekki nóg þó svo að stórkostlegur kvenskörungur hafi verið þar á ferð. Það þarf að útrýma þeim miklu fordómum sem feministar þurfa að lifa við. Fordómar spretta upp vegna vanþekkingar og einskis annars og þess vegna er nauðsynlegt að fræða krakka um grundvallarhugmyndir feminisma. Fyrir stuttu skrifaði ég grein um fegurðarsamkeppnir og gagnrýndi þær. Umsvifalaust var ég í kommentum á vefnum stimpluð gömul, feit, ljót, bitur og að sjálfsögðu feministi. Einungis það síðastnefnda er sannleikanum samkvæmt og það virtist óhjákvæmilegt að orðin feit, ljót, bitur og gömul fylgdu feministastimplinum. Ég er aðeins 22 ára gömul, sennilega undir kjörþyngd ef eitthvað er og alls ekkert ljótari en annað fólk að ég tel. Það er ekki aðeins feitt fólk sem gagnrýnir staðalímyndir. Það er ekki einungis ljótt og biturt fólk sem sér hið fáránlega við fegurðarsamkeppnir og það er ekki einungis gamalt fólk sem hefur gagnrýna hugsun og skoðanir sem það er óhrætt við að láta í ljós. Feministar eru heldur ekki einungis konur og þeir berjast ekki bara fyrir réttindum kvenna. Þeir berjast fyrir jafnrétti, sem fæst einungis með því að berjast fyrir réttindum þeirra sem hallar á. Því miður eru það í allt of mörgum og jafnvel flestum tilfellum konur. Feministar eiga hvorki fordóma né neikvætt viðhorf skilið. Borghildur Gunnarsdóttir -hilda@frettabladid.is
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun