Innlent

Eyddu tundurdufli sem kom í veiðarfæri

Tundurduflið innihélt 227 kíló af TNT sprengiefni.
Tundurduflið innihélt 227 kíló af TNT sprengiefni. MYND/Adrian King

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyddu í gærkvöldi tundurdufli sem kom í veiðarfæri togarans Þórunnar Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum í gær.

Tundurduflið kom í veiðarfæri togarans þar sem hann var að veiðum á Skrúðsgrunni út af Austfjörðum. Skipstjóri Þórunnar Sveinsdóttur hafði samband við Tý og óskaði eftir aðstoð. Varðskipsmenn fóru um borð í togarann og staðfestu að um tundurdufl væri að ræða. Sprengjusérfræðingar voru þá sendir af stað og eyddu duflinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×