Innlent

Lyfjalög um skert einkaleyfi

Vilja fá frumvarpið til umsagnar.
Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, segir samtökin hvetja til þess að stjórnvöld setji ekkert í lög sem gangi á skjön við það sem gerist á alþjóðavettvangi.
Vilja fá frumvarpið til umsagnar. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, segir samtökin hvetja til þess að stjórnvöld setji ekkert í lög sem gangi á skjön við það sem gerist á alþjóðavettvangi.

Frumvarp um breytingu á lögum um einkaleyfi er í lokavinnslu í heilbrigðisráðuneytinu en stefnt er að því að heimila framleiðslu á lyfjum sem eru bundin einkaleyfi þegar sérstakar aðstæður steðja að. Frumvarpið fer brátt til umsagnar í þingflokkum.

Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, segir að þeir byggi viðurværi sitt á því að framþróun og nýsköpun séu vernduð á einhvern hátt og vilji standa vörð um það. Framleiðendur séu reiðubúnir til aðstoðar í þessu máli.

"Lögum er breytt í skjóli samninga Alþjóðaviðskiptamálastofnunar. Ríkisstjórnin er að útfæra þessar heimildir í alþjóðasamningum og innleiða í lög. Norðmenn, Kanadamenn og þjóðir innan ESB hafa þegar gert þetta og við eigum eftir að sjá hvernig íslensk stjórnvöld túlka og innleiða þennan alþjóðasamning hér á landi," segir Hjörleifur.

"Við hvetjum til þess að íslensk stjórnvöld setji ekkert í lög sem gengur á skjön við það sem gerist á alþjóðavettvangi. Við erum bara að bjóða fram okkar aðstoð og þekkingu á þessu sviði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×