Innlent

Meistaranám við KHÍ

Boðið verður upp á meistarnám í beinu framhaldi af þriggja ára námi í Kennaraháskóla Íslands árið 2007. Útskrifaðir stúdentar hafa hingað til einungis getað stundað meistaranám eftir minnst tveggja ára starfsreynslu í fjarnámi eða hlutanámi. Ólafur Proppé, rektor KHÍ, segir víðtæka stefnumörkun háskólans til fimm ára hafa verið samþykkta á fundi háskólaráðs í gær. Endurskipuleggja eigi allt nám við skólann, grunnnám og framhaldsnám. Ólafur segir segir mikinn áhuga á mastersnámi. Nemendur vilji helst hefja námið fyrir árið 2007 en skipulagning þess taki tíma: "En það er hugsanlegt að við byrjum á einhverjum hluta þess fyrr." Ólafur segir 111 nemendur háskólans hafa útskrifast úr meistaranámi. Enginn hafi lokið doktorsnámi, sem sé þriggja ára viðbót við meistaranám, en nemendur séu um átta. Kennaraháskólinn er annar stærsti háskóli landsins með 2.400 stúdentum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×