Innlent

Dæmd fyrir stuld úr 10-11

Kona á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í 90 daga fangelsi fyrir búðarhnupl. Hún stal matvöru fyrir 5600 krónur úr 10-11 við Lágmúla og leðurjakka og skyrtum fyrir átján þúsund úr Vera Moda. Konan játaði undanbragðalaust, og hefur leitað sér læknishjálpar. Hún hefur tvisvar áður verið dæmd fyrir þjófnað. Refsingin var skilorðsbundinn til þriggja ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×