Innlent

Eiríkur og Elna Katrín áfram

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, verður sjálfkrafa kjörinn formaður KÍ á þingi sambandsins í mars og Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður KÍ og fráfarandi formaður Félags framhaldsskólakennara, sömuleiðis. Framboðsfrestur er runninn út og voru þau tvö ein um að senda inn framboð. Því verður ekki efnt til atkvæðagreiðslu. Jóhannes Þór Skúlason, ritari Kennarafélags Reykjavíkur, segir að ýmsar raddir séu farnar að heyrast fyrir þingið en alltof snemmt sé að ræða málin því að þing Kennarasambandsins sé ekki fyrr en í mars. Ýmislegt geti gerst fyrir þann tíma. Formannsskipti eiga sér stað í Félagi framhaldsskólakennara eftir áramót. Aðalheiður Steingrímsdóttir, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, gefur kost á sér til formanns en Elna Katrín gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Kjörseðlar verða sendir út í byrjun næsta árs. Niðurstaða kosninganna ætti að vera ljós um miðjan janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×