Flest börn send heim á Ísafirði 21. desember 2004 00:01 Allir ófaglærðir starfsmenn fjögurra leikskóla í Ísafjarðarbæ tilkynntu sig veika í dag og voru flest börn send heim aftur þegar þau mættu í morgun. Með þessu eru starfsmennirnir að mótmæla því sem þeir kalla seinagang bæjaryfirvalda við að greiða út leiðréttingu á launum. Þannig er að ákveðið var í kjölfar kjarasamninga árið 2001 að samræma kjör allra ófaglærðra starfsmanna á leikskólum landsins. Það var gert með því að vinna svokallað starfsmat og hefur það tekið tvö ár í vinnslu. Sveitarfélögunum voru svo sendar niðurstöðurnar í lok nóvember síðastliðinn. Það þarf að leiðrétta laun allt að 7000 starfsmanna aftur til desember 2002, og þar á meðal 360 starfsmanna í Ísafjarðarbæ. Ekkert bólar á greiðslunni, og ákváðu starfsmennirnir þess vegna að grípa til sinna ráða og tilkynna sig veika í dag. Margrét Jónsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna á leikskólanum Eyrarskjóli, segir að mjög lengi hafi verið beðið eftir starfsmati og fólk sé bara að minna á sig. Hún segist telja að vel hefði verið hægt að setja málið í forgang og borga starfsmönnum út fyrir jól. Hún segir að starfsmenn muni þó mæta til vinnu á morgun. Um þrjú hundruð börn eru á leikskólum bæjarins. Jóna Lind Karlsdóttir, sem er leikskólastjóri á Eyrarskjóli segist hafa skilning á aðgerðum starfsmannanna. Það gangi þokkalega að halda úti starfi í dag, en foreldrar hafi verið beðnir um að hafa börn sín heima í dag og flestir hafi tekið vel í það. Tekið hafi verið á móti þeim börnum sem alls ekki gátu verið heima við. Í dag séu 15 börn í húsi og þrír kennarar sjái um þau. Jóna segir ekki hafa borið á reiði meðal foreldra vegna málsins. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir afar leitt að þessi staða sé komin upp. Hann segist ekki skilja aðgerðirnar, því að verkefnið sé í forgangi á skrifstofunni. Hann segir málið hins vegar flókið og snúa að mörgum starfsmönnum, alls 360 talsins. Þá hafi bærinn ekki fengið gögn vegna starfsmatsins í hendur fyrr en eftir 26. nóvember og því sé erfitt að afgreiða málið fyrir jól. Bæjaryfirvöld hafa því aðeins haft tæpan mánuð til að reikna út hversu mikið á að greiða hverjum og einum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandi íslenskra sveitarfélaga eru aðeins fáein sveitarfélög búin að leiðrétta laun í samræmi við nýja starfsmatið. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira
Allir ófaglærðir starfsmenn fjögurra leikskóla í Ísafjarðarbæ tilkynntu sig veika í dag og voru flest börn send heim aftur þegar þau mættu í morgun. Með þessu eru starfsmennirnir að mótmæla því sem þeir kalla seinagang bæjaryfirvalda við að greiða út leiðréttingu á launum. Þannig er að ákveðið var í kjölfar kjarasamninga árið 2001 að samræma kjör allra ófaglærðra starfsmanna á leikskólum landsins. Það var gert með því að vinna svokallað starfsmat og hefur það tekið tvö ár í vinnslu. Sveitarfélögunum voru svo sendar niðurstöðurnar í lok nóvember síðastliðinn. Það þarf að leiðrétta laun allt að 7000 starfsmanna aftur til desember 2002, og þar á meðal 360 starfsmanna í Ísafjarðarbæ. Ekkert bólar á greiðslunni, og ákváðu starfsmennirnir þess vegna að grípa til sinna ráða og tilkynna sig veika í dag. Margrét Jónsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna á leikskólanum Eyrarskjóli, segir að mjög lengi hafi verið beðið eftir starfsmati og fólk sé bara að minna á sig. Hún segist telja að vel hefði verið hægt að setja málið í forgang og borga starfsmönnum út fyrir jól. Hún segir að starfsmenn muni þó mæta til vinnu á morgun. Um þrjú hundruð börn eru á leikskólum bæjarins. Jóna Lind Karlsdóttir, sem er leikskólastjóri á Eyrarskjóli segist hafa skilning á aðgerðum starfsmannanna. Það gangi þokkalega að halda úti starfi í dag, en foreldrar hafi verið beðnir um að hafa börn sín heima í dag og flestir hafi tekið vel í það. Tekið hafi verið á móti þeim börnum sem alls ekki gátu verið heima við. Í dag séu 15 börn í húsi og þrír kennarar sjái um þau. Jóna segir ekki hafa borið á reiði meðal foreldra vegna málsins. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir afar leitt að þessi staða sé komin upp. Hann segist ekki skilja aðgerðirnar, því að verkefnið sé í forgangi á skrifstofunni. Hann segir málið hins vegar flókið og snúa að mörgum starfsmönnum, alls 360 talsins. Þá hafi bærinn ekki fengið gögn vegna starfsmatsins í hendur fyrr en eftir 26. nóvember og því sé erfitt að afgreiða málið fyrir jól. Bæjaryfirvöld hafa því aðeins haft tæpan mánuð til að reikna út hversu mikið á að greiða hverjum og einum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandi íslenskra sveitarfélaga eru aðeins fáein sveitarfélög búin að leiðrétta laun í samræmi við nýja starfsmatið.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira