Innlent

Kjarasamningur samþykktur

Félagar í Sambandi íslenskra bankamanna hafa samþykkt nýgeraðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins með rúmlega 62 prósentum atkvæða, en 35 prósent vildu fella hann. Tæplega 83% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni en hátt í fjögur þúsund manns eru í félaginu, allt starfsmenn hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum. Samningurinn felur í sér 15-19% launahækkun á samningstímanum, sem gildir út september árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×