Sport

Fullt hús hjá Keflavíkurstúlkum

Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta, Keflavík hélt áfram órofinni sigurgöngu sinni í 1. deild í kvöld með stórsigri á nýliðum Hauka, 63-97. Birna I Valgarðsdóttir var stigahæst Keflvíkinga með 25 stig og næst kom Reshea Bristol með 22 stig. Helena Sverrisdóttir var stigahæst Hauka með 22 stig  og Pálína M Gunnlaugsdóttir kom næst með 11 stig. Keflavíkurstúlkur eru taplausar á toppi deildiarinnar með 14 stig eftir 7 leiki en Haukar í fjórða sæti og jafnframt því þriðja neðsta með 6 stig eftir 7 leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×