Sport

5 leikir í Intersport deildinni

Nú er hafin heil umferð í Intersportdeild karla í körfubolta en 5 leikir hófust nú kl. 19.15. Topplið Njarðvíkur tekur á móti nýliðum og spútnikliði Fjölnis í Reykjanesbæ, Íslandsmeistarar Keflavíkur eru í heimsókn í Hveragerði þar sem þeir mæta Hamri/Selfossi, Skallagrímur-Tindastóll mætast í Borgarnesi, KR tekur á móti botnliði KFÍ í Vesturbænum og nýkrýndir Hópbílabikarmeistararnir í Snæfelli taka á móti ÍR í Stykkishólmi. Einn leikur er á dagskrá í riðli Keflvíkinga í bikarkeppni Evrópu þegar Danirnir í Bakken Bears taka á móti botnliði Madeira og hefst leikurinn kl. 19.30. Keflvíkingar eru á toppi riðilsins en Bakken Bears geta náð þeim með sigri á spænska liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×