Ekkert nýtt um verkfall á Alþingi 9. nóvember 2004 00:01 "Ég hélt að stjórnarandstaðan hefði efnt til utandagskrárumræðu til að koma með raunhæfar lausnir til að leysa verkfall kennara. Hver er síðan lausnin? Jú, hún er að dæla meiri peningum inn í deiluna," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra eftir að hafa hlýtt á álit og tillögur stjórnarandstöðunnar í kennaradeilunni í gær. Pétur Bjarnason, varaþingmaður Frjálslynda flokksins og málshefjandi, spurði menntamálaráðherra hvort tími hjásetu ríkisstjórnarinnar væri ekki löngu liðinn, hvað hann teldi að ríkisstjórnin geti gert til að höggva á þennan hnút og þá hvenær. Þorgerður svaraði því til að menntamálaráðuneytið stefndi á að bæta börnunum upp það tjón sem rof í kennslu þeirra hefði valdið. Það yrði erfiðara með hverjum deginum sem liði. Hún sagði einnig að lagasetning í kjaradeilu hlyti að vera neyðarúrræði. "Við höfum reynslu af lagasetningu og hún er slæm. Hún leysir lítinn vanda, heldur líkt og báðir deiluaðilar hafa þegar bent á, skýtur honum einungis á frest. Lagasetning er því að mínu mati þrautalending," sagði Þorgerður. Hvenær leysa ætti vandann lét hún ósagt. Gunnar I. Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis, var fjarverandi þegar umræðan fór fram. Hann hefur sagt að deilendur fái tæplega tvær vikur til að ná samkomulagi áður en lög verði sett á verkfallið. Dagný Jónsdóttir, varaformaður menntamálanefndar, sagði lagasetningu ekki hafa komið til umræðu í nefndinni. Henni hugnist ekki lagasetning og stjórnvöld hefðu ekki tekið afstöðu til hennar. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, sat ásamt fleiri kennurum á áheyrendapöllunum og fylgdist með umræðunni. Hann sagði þær engu breyta fyrir stöðu kennara í landinu hefði ríkisstjórnin ekki í hyggju að grípa inn í deiluna. Hann hefði ekki orðið fyrir vonbrigðum með utandagskrárumræðuna en hefði vonast eftir að þingmenn hefðu meira fram að færa: "Það vissu allir að staðan væri alvarleg." Fréttir Innlent Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
"Ég hélt að stjórnarandstaðan hefði efnt til utandagskrárumræðu til að koma með raunhæfar lausnir til að leysa verkfall kennara. Hver er síðan lausnin? Jú, hún er að dæla meiri peningum inn í deiluna," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra eftir að hafa hlýtt á álit og tillögur stjórnarandstöðunnar í kennaradeilunni í gær. Pétur Bjarnason, varaþingmaður Frjálslynda flokksins og málshefjandi, spurði menntamálaráðherra hvort tími hjásetu ríkisstjórnarinnar væri ekki löngu liðinn, hvað hann teldi að ríkisstjórnin geti gert til að höggva á þennan hnút og þá hvenær. Þorgerður svaraði því til að menntamálaráðuneytið stefndi á að bæta börnunum upp það tjón sem rof í kennslu þeirra hefði valdið. Það yrði erfiðara með hverjum deginum sem liði. Hún sagði einnig að lagasetning í kjaradeilu hlyti að vera neyðarúrræði. "Við höfum reynslu af lagasetningu og hún er slæm. Hún leysir lítinn vanda, heldur líkt og báðir deiluaðilar hafa þegar bent á, skýtur honum einungis á frest. Lagasetning er því að mínu mati þrautalending," sagði Þorgerður. Hvenær leysa ætti vandann lét hún ósagt. Gunnar I. Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis, var fjarverandi þegar umræðan fór fram. Hann hefur sagt að deilendur fái tæplega tvær vikur til að ná samkomulagi áður en lög verði sett á verkfallið. Dagný Jónsdóttir, varaformaður menntamálanefndar, sagði lagasetningu ekki hafa komið til umræðu í nefndinni. Henni hugnist ekki lagasetning og stjórnvöld hefðu ekki tekið afstöðu til hennar. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, sat ásamt fleiri kennurum á áheyrendapöllunum og fylgdist með umræðunni. Hann sagði þær engu breyta fyrir stöðu kennara í landinu hefði ríkisstjórnin ekki í hyggju að grípa inn í deiluna. Hann hefði ekki orðið fyrir vonbrigðum með utandagskrárumræðuna en hefði vonast eftir að þingmenn hefðu meira fram að færa: "Það vissu allir að staðan væri alvarleg."
Fréttir Innlent Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira