Innlent

Vaka semur

Starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði sem eru félagsmenn verkalýðsfélagsins Vöku samþykktu stofnanasamning sjúkrahússins í gær í annarri tilraun, síðast sjúkrahúsa. Signý Jóhannesdóttir, formaður Vöku, segir óvenjulega leið hafa verið farna við samningsgerðina. "Við vildum ekki greiða atkvæði um aðalkjarasamninginn nema vera viss um að stofnanasamningurinn hefði verið samþykktur." Signý gerir ekki ráð fyrir öðru en hann verði samþykktur og það við fyrsta tækifæri. Alls voru 44 á kjörskrá og greiddu 38 atkvæði, eða 86,4%. Já, sögðu 89,5%, nei 7,9% og einn seðill var auður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×