Innlent

Útsölur þegar hafnar

Útsölur eru þegar hafnar í sumum verslunum á höfuðborgarsvæðinu og virðast margir komnir utan af landi til að gera hagstæð kaup. Fjölmargir notuðu tækifærið í dag til að skipta bókum, geisladiskum og öðrum gjöfum. Þriðja dag jóla byrja menn gjarnan á því að skipta jólagjöfum, að minnsta kosti í þeim verslunum sem ekki eru lokaðar þann dag. Strax í morgun lögðu ýmsir leið sína í verslanir á höfuðborgarsvæðinu til að krækja sér í eitthvað sem þeir höfðu ekki fengið í jólagjöf en búist er við að mikið verði að gera í vöruskiptunum fram til áramóta. Í bókaverslunum, hljómplötuverslunum og öðrum búðum er allt til reiðu til að taka á móti þeim vörum sem menn vilja skipta og þar sem búist er við mestri ös vegna þessa hefur verið komið fyrir sérstakri skiptiaðstöðu. Og þótt jólaverslunin sé nú rétt að baki þá eru útsölurnar þegar hafnar í sumum verslunum og margir sem mættu snemma til að góð kaup.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×