Innlent

Snjóruðningur hafinn fyrir norðan

Snjóruðningur hófst fyrir alvöru í þéttbýlisstöðum á Norður- og Norðausturlandi í morgun eftir jólaáhlaupið. Húsagötur hafa víða verið alveg ófærar síðan á aðfangadag og er mikið verk framundan hjá bæjarstarfsmönnum í þessum landshlutum. Allir helstu þjóðvegir eru þó orðnir færir eftir mokstur í morgun en fljúgandi hálka er víða á landinu, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Það urðu til dæmis tíu árekstrar í Reykjavík í nótt sem er jafnvel met á einni nóttu í borginni. Enginn slasaðist alvarlega í þessum árekstrum en nokkrir fóru á slysadeild til aðhlynningar eða rannsókna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×