Fortíðarþrá skáldskaparins Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. október 2004 00:01 Þegar natúralistarnir stilltu raunsæisbókmenntum upp gegn rómantíkinni gerðu þeir þá kröfu að bókmenntir hefðu beinan félagslegan tilgang og að skáldin ættu að vera einhvers konar læknar samfélagsins. Franski rithöfundurinn Emile Zola vildi að skáldin ynnu eins og náttúruvísindamenn, gerðu tilraunir með sýni úr mannlífinu og finndu orsakasamhengi. Höfundar áttu að sundurgreina mannlegar tilfinningar og eiginleika líkt og efnafræðingar á rannsóknarstofu.Raunsæishöfundar töldu af og frá að skáldlegir draumar og hugarflug væru leiðir að leyndardómsfullum sannindum og töldu nær að fólk horfðist óhikað í augu við ófegraðan veruleikan. Í stað dýrkunnar hins fjarlæga í tíma og rúmi lögðu raunsæishöfundar áhersluna á samtíð sína og með þessari félagslegu sýn hvarf einstaklingshyggja rómantíkurinnar. Nú skyldi samfélagið krufið og tekið á meinsemdum þess.Aftur til fortíðar, út í geim Ég er satt best að segja hálf gáttaður á því að rómantískur sveimhugi eins og ég skuli taka upp á því að dusta rykið af þessum gömlu kröfum og gera þá kröfu til íslenskra bókmennta að þær sjúkdómsgreini samfélagið. Nútíminn virðist samt einhverra hluta vegna vera orðinn svo skelfilegur eða óspennandi að ríkrar tilhneigingar gætir í öllum listgreinum að snúa baki við honum og helst láta eins og hann sé ekki til. Margir helstu rithöfundar okkar hafa komið sér notalega fyrir í fortíðinni; Ólafur Gunnarsson gerði aftöku Jóns Arasonar góð skil í Öxinni og jörðinni í fyrra, Einar Kárason fann sig vel á Sturlungaöld í Óvinafagnaði árið 2001 en sneri aftur til okkar tíma í Stormi í fyrra og Einar Már Guðmundsson hefur að mestu haldið sig á fyrri hluta 20. aldar undanfarin ár.Andri Snær Magnason og Hallgrímur Helgason hafa stigið skrefi lengra og leitað á náðir fantasíu og vísindaskáldskapar. Andri Snær hefur að vísu deilt á samtímamein í Bláa hnettinum og LoveStar og himintunglaópera Hallgríms Helgasonar, Herra Alheimur, bauð upp á ýmsar túlkanir. Á meðan þessir heiðursmenn hafa verið skýjum ofar, aftur í öldum eða í myrkri framtíð hefur Vigdís Grímsdóttir svo verið á óræðu og draumkenndu róli á Suður-Amerískum slóðum.Skrifandi læknar gegn samfélagsmeinum Allt er þetta gott og blessað og vissulega hljótum við alltaf að spegla samtíma okkar að einhverju leyti í skáldverkum hvar svo sem atburðarásin á sér stað. Það stingur samt í augu að rithöfundar virðast forðast það að staðsetja sig í þessum samtíma en það má vel færa fyrir því rök að þörfin fyrir að samtími okkar verði krufinn inn að beini hafi sjaldan verið meiri. Hún er í það minnsta ekki minni en þegar natúralistarnir risu upp gegn rómantíkinni. Við lifum á tímum þar sem peningadýrkun er orðin að merkingarmiðju og menn eru ekki lengur metnir eftir mannkostum heldur því hversu stjarnfræðilegum upphæðum þeir velta og hversu mörg fyrirtæki þeir kaupa á viku. Mannjöfnuðir ganga út á það hver eigi stærsta fyrirtækið og flest hlutabréf. Æska landsins situr fyrir framan tölvur og safnar spiki og lætur sig dreyma um að eignast allt sem hugurinn girnist. Það er að vísu bara merkjavara og alls konar dót enn þá. Fyrirtækin og hlutabréfin koma inn á óskalistana síðar.Óskrifaðar sögur úr samtímanum Það er því ýmislegt að og af nógu að taka fyrir skáld sem vilja reyna að vekja lesendur sína og hafa áhrif á framvindu sögunnar og þetta eru óneitanlega spennandi tímar. Viðskiptalífið og pólitíkin eru svo reyfarakennd að í hverjum fréttatíma leynast örugglega hugmyndir að nokkrum krassandi skáldsögum. Það segir sína sögu að fyrir nokkrum árum þótti það nánast vonlaust að finna glæpasögum stað í íslenskum veruleika en nú finna engir rithöfundar sig betur í samtímanum en reyfarahöfundarnir. Það er hins vegar af nógu að taka fyrir hina og það leynast ábyggilega nokkrar stórar, óskrifaðar skáldsögur í íslenskum samtíma.Þórarinn Þórarinsson - thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar natúralistarnir stilltu raunsæisbókmenntum upp gegn rómantíkinni gerðu þeir þá kröfu að bókmenntir hefðu beinan félagslegan tilgang og að skáldin ættu að vera einhvers konar læknar samfélagsins. Franski rithöfundurinn Emile Zola vildi að skáldin ynnu eins og náttúruvísindamenn, gerðu tilraunir með sýni úr mannlífinu og finndu orsakasamhengi. Höfundar áttu að sundurgreina mannlegar tilfinningar og eiginleika líkt og efnafræðingar á rannsóknarstofu.Raunsæishöfundar töldu af og frá að skáldlegir draumar og hugarflug væru leiðir að leyndardómsfullum sannindum og töldu nær að fólk horfðist óhikað í augu við ófegraðan veruleikan. Í stað dýrkunnar hins fjarlæga í tíma og rúmi lögðu raunsæishöfundar áhersluna á samtíð sína og með þessari félagslegu sýn hvarf einstaklingshyggja rómantíkurinnar. Nú skyldi samfélagið krufið og tekið á meinsemdum þess.Aftur til fortíðar, út í geim Ég er satt best að segja hálf gáttaður á því að rómantískur sveimhugi eins og ég skuli taka upp á því að dusta rykið af þessum gömlu kröfum og gera þá kröfu til íslenskra bókmennta að þær sjúkdómsgreini samfélagið. Nútíminn virðist samt einhverra hluta vegna vera orðinn svo skelfilegur eða óspennandi að ríkrar tilhneigingar gætir í öllum listgreinum að snúa baki við honum og helst láta eins og hann sé ekki til. Margir helstu rithöfundar okkar hafa komið sér notalega fyrir í fortíðinni; Ólafur Gunnarsson gerði aftöku Jóns Arasonar góð skil í Öxinni og jörðinni í fyrra, Einar Kárason fann sig vel á Sturlungaöld í Óvinafagnaði árið 2001 en sneri aftur til okkar tíma í Stormi í fyrra og Einar Már Guðmundsson hefur að mestu haldið sig á fyrri hluta 20. aldar undanfarin ár.Andri Snær Magnason og Hallgrímur Helgason hafa stigið skrefi lengra og leitað á náðir fantasíu og vísindaskáldskapar. Andri Snær hefur að vísu deilt á samtímamein í Bláa hnettinum og LoveStar og himintunglaópera Hallgríms Helgasonar, Herra Alheimur, bauð upp á ýmsar túlkanir. Á meðan þessir heiðursmenn hafa verið skýjum ofar, aftur í öldum eða í myrkri framtíð hefur Vigdís Grímsdóttir svo verið á óræðu og draumkenndu róli á Suður-Amerískum slóðum.Skrifandi læknar gegn samfélagsmeinum Allt er þetta gott og blessað og vissulega hljótum við alltaf að spegla samtíma okkar að einhverju leyti í skáldverkum hvar svo sem atburðarásin á sér stað. Það stingur samt í augu að rithöfundar virðast forðast það að staðsetja sig í þessum samtíma en það má vel færa fyrir því rök að þörfin fyrir að samtími okkar verði krufinn inn að beini hafi sjaldan verið meiri. Hún er í það minnsta ekki minni en þegar natúralistarnir risu upp gegn rómantíkinni. Við lifum á tímum þar sem peningadýrkun er orðin að merkingarmiðju og menn eru ekki lengur metnir eftir mannkostum heldur því hversu stjarnfræðilegum upphæðum þeir velta og hversu mörg fyrirtæki þeir kaupa á viku. Mannjöfnuðir ganga út á það hver eigi stærsta fyrirtækið og flest hlutabréf. Æska landsins situr fyrir framan tölvur og safnar spiki og lætur sig dreyma um að eignast allt sem hugurinn girnist. Það er að vísu bara merkjavara og alls konar dót enn þá. Fyrirtækin og hlutabréfin koma inn á óskalistana síðar.Óskrifaðar sögur úr samtímanum Það er því ýmislegt að og af nógu að taka fyrir skáld sem vilja reyna að vekja lesendur sína og hafa áhrif á framvindu sögunnar og þetta eru óneitanlega spennandi tímar. Viðskiptalífið og pólitíkin eru svo reyfarakennd að í hverjum fréttatíma leynast örugglega hugmyndir að nokkrum krassandi skáldsögum. Það segir sína sögu að fyrir nokkrum árum þótti það nánast vonlaust að finna glæpasögum stað í íslenskum veruleika en nú finna engir rithöfundar sig betur í samtímanum en reyfarahöfundarnir. Það er hins vegar af nógu að taka fyrir hina og það leynast ábyggilega nokkrar stórar, óskrifaðar skáldsögur í íslenskum samtíma.Þórarinn Þórarinsson - thorarinn@frettabladid.is
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar