Öngstræti stjórnlyndisins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2004 00:01 Umræðustjórnmál - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Í leiðara Fréttablaðsins föstudaginn 30. júlí sl. er fjallað um nauðsyn rökræðu og málamiðlana þegar teknar eru veigamiklar ákvarðanir. Er fjallað um þann átakanlega skort sem hefur verið á hvoru tveggja að undanförnu og bent á að stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hafi farið út fyrir öll eðlileg mörk. Borgarnesræða mín (sú fyrri) er nefnd til sögunnar og sú tilraun sem þar var gerð til að skilgreina nýjar hugmyndir um stjórnmál og lýðræði. Leiðarahöfundur telur að sú tilraun hafi mistekist og segir að þá sjaldan að menn tali nú um "umræðustjórnmál" sé það til "að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum". Það er satt að segja nokkuð sérkennilegt að þessar hugmyndir um lýðræðið skuli koma skoðanamótandi mönnum á Íslandi svo spánskt fyrir sjónir að þeim finnist þær beinlínis hlægilegar. Það segir sína sögu. Ekki veit ég hvort það hefur áhrif á skopskyn þeirra, en ég verð að viðurkenna að þó að ég hafi sett þessar nýju hugmyndir á dagskrá íslenskrar stjórnmálaumræðu og aðlagað þær íslenskum veruleika, þá get ég því miður ekki talist höfundur þeirra. Þessar hugmyndir hafa verið að ryðja sér til rúms í stjórnmálaumræðu á Vesturlöndum sl. áratug svo ég get í besta falli talist sendiboði nýrra tíðinda. Það kann hins vegar vel að vera að einhverjir "menn" séu þeirrar skoðunar að þessi tíðindi séu svo váleg að réttast sé að reyna að taka sendiboðann af lífi. Ég er heldur ekki viss um að ég sé höfundur hugtaksins "umræðustjórnmál" (en það kann þó vel að vera) því í ræðu sem ég flutti í Borgarnesi í febrúar 2003 notaði ég hugtakið "samráðsstjórnmál" sem mótvægi við s.k. "átakastjórnmál". Það er sú stjórnmálahefð sem hefur verið ríkjandi hér á landi og birtist okkur í sinni nöktustu mynd í fjölmiðlamálinu. Þar réðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins ferðinni en því fer hins vegar víðs fjarri að þeir einir ástundi og aðhyllist átakastjórnmál. Margir hafa hlotið pólitískt uppeldi í anda þeirrar hefðar og það er hægara um að tala en í að komast að breyta því sem viðtekið er. Með hugtakinu samráðsstjórnmál eða umræðustjórnmál er fyrst og fremst verið að leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnmálamenn kalli eftir og hlusti á skoðanir þeirra sem hafa þekkingu á málunum og verða fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru hverju sinni. Mikilvægt er að þetta sé ekki gert tilviljanakennt og samkvæmt geðþótta tiltekinna stjórnmálamanna heldur með skipulögðum hætti og samkvæmt fyrirfram ákveðnum vinnureglum. Lögð er áhersla á að það sé eftirsóknarvert að neita ekki aflsmunar ef þess er nokkur kostur. Í samráðsstjórnmálunum er hinum almenna borgara ætluð aukin hlutdeild og ábyrgð í hinu pólitíska stjórnkerfi og honum fengið svigrúm til að móta samtíð sína og framtíð. Nýjar hugmyndir um lýðræðið hafa áður verið á dagskrá íslenskrar stjórnmálaumræðu og nægir þar að nefna að þær voru kjarninn í hugmyndafræði Bandalags jafnaðarmanna og Kvennalistans. Í Reykjavíkurlistanum hafa að auki verið gerðar margar áhugaverðar tilraunir til að þróa vinnubrögð í anda samráðsstjórnmála þó að þær hafi ekki alltaf gengið áfallalaust fyrir sig og Evrópukosning Samfylkingarinnar var tilraun í þessa veru. Síðast en ekki síst hafa nýjar hugmyndir um lýðræðið búið um sig hjá almenningi og fundið sér leið að fólki í gegnum ýmis deilumál undangenginna missera, s.s. fiskveiðistefnuna, Kárahnjúkavirkjun, aðild Íslands að Íraksstríðinu, öryrkjadóminn, eftirlaunamálið og nú síðast fjölmiðlafrumvarpið. Þessar hugmyndir eru kannski ekki mjög vel mótaðar en þær byggja í grundvallaratriðum á því viðhorfi að stjórnmálamenn eigi ekki öðru fremur að stjórna fólki heldur stjórna með fólki. Þó að kjósendur feli fulltrúum sínum tiltekið vald þá hafa þeir ekki skuldbundið sig til aðgerðaleysis á milli kosninga. Í lýðræðissamfélagi á allt vald uppruna sinn hjá fólkinu og þess vegna þarf í stjórnskipan þess, lögum og vinnulagi að finna jafnvægi milli kjörinna fulltrúa og svo þess almennings sem eðlilega hefur skoðanir á sínu nánasta umhverfi. Í lýðræðissamfélagi á að vera stöðug viðleitni til að þróa lýðræðið og þar á sú tilfinning að vera áleitin að það sé alltaf hægt að gera betur. Hugmyndir okkar um lýðræðið verða að taka mið af fjölþættu og menntuðu samfélagi 21. aldarinnar þar sem bæði einstaklingar og samtök hafa forsendur og áhuga á að koma að tilteknum málum án þess þó að hafa stjórnmál að atvinnu. Þingmenn og stjórnmálaforingjar geta ekki lengur litið svo á að þeim hafi verið falið lögmætt vald til að ráða og þurfi ekki að deila því með öðrum nema þegar þeim sjálfum býður svo við að horfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðustjórnmál - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Í leiðara Fréttablaðsins föstudaginn 30. júlí sl. er fjallað um nauðsyn rökræðu og málamiðlana þegar teknar eru veigamiklar ákvarðanir. Er fjallað um þann átakanlega skort sem hefur verið á hvoru tveggja að undanförnu og bent á að stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hafi farið út fyrir öll eðlileg mörk. Borgarnesræða mín (sú fyrri) er nefnd til sögunnar og sú tilraun sem þar var gerð til að skilgreina nýjar hugmyndir um stjórnmál og lýðræði. Leiðarahöfundur telur að sú tilraun hafi mistekist og segir að þá sjaldan að menn tali nú um "umræðustjórnmál" sé það til "að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum". Það er satt að segja nokkuð sérkennilegt að þessar hugmyndir um lýðræðið skuli koma skoðanamótandi mönnum á Íslandi svo spánskt fyrir sjónir að þeim finnist þær beinlínis hlægilegar. Það segir sína sögu. Ekki veit ég hvort það hefur áhrif á skopskyn þeirra, en ég verð að viðurkenna að þó að ég hafi sett þessar nýju hugmyndir á dagskrá íslenskrar stjórnmálaumræðu og aðlagað þær íslenskum veruleika, þá get ég því miður ekki talist höfundur þeirra. Þessar hugmyndir hafa verið að ryðja sér til rúms í stjórnmálaumræðu á Vesturlöndum sl. áratug svo ég get í besta falli talist sendiboði nýrra tíðinda. Það kann hins vegar vel að vera að einhverjir "menn" séu þeirrar skoðunar að þessi tíðindi séu svo váleg að réttast sé að reyna að taka sendiboðann af lífi. Ég er heldur ekki viss um að ég sé höfundur hugtaksins "umræðustjórnmál" (en það kann þó vel að vera) því í ræðu sem ég flutti í Borgarnesi í febrúar 2003 notaði ég hugtakið "samráðsstjórnmál" sem mótvægi við s.k. "átakastjórnmál". Það er sú stjórnmálahefð sem hefur verið ríkjandi hér á landi og birtist okkur í sinni nöktustu mynd í fjölmiðlamálinu. Þar réðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins ferðinni en því fer hins vegar víðs fjarri að þeir einir ástundi og aðhyllist átakastjórnmál. Margir hafa hlotið pólitískt uppeldi í anda þeirrar hefðar og það er hægara um að tala en í að komast að breyta því sem viðtekið er. Með hugtakinu samráðsstjórnmál eða umræðustjórnmál er fyrst og fremst verið að leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnmálamenn kalli eftir og hlusti á skoðanir þeirra sem hafa þekkingu á málunum og verða fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru hverju sinni. Mikilvægt er að þetta sé ekki gert tilviljanakennt og samkvæmt geðþótta tiltekinna stjórnmálamanna heldur með skipulögðum hætti og samkvæmt fyrirfram ákveðnum vinnureglum. Lögð er áhersla á að það sé eftirsóknarvert að neita ekki aflsmunar ef þess er nokkur kostur. Í samráðsstjórnmálunum er hinum almenna borgara ætluð aukin hlutdeild og ábyrgð í hinu pólitíska stjórnkerfi og honum fengið svigrúm til að móta samtíð sína og framtíð. Nýjar hugmyndir um lýðræðið hafa áður verið á dagskrá íslenskrar stjórnmálaumræðu og nægir þar að nefna að þær voru kjarninn í hugmyndafræði Bandalags jafnaðarmanna og Kvennalistans. Í Reykjavíkurlistanum hafa að auki verið gerðar margar áhugaverðar tilraunir til að þróa vinnubrögð í anda samráðsstjórnmála þó að þær hafi ekki alltaf gengið áfallalaust fyrir sig og Evrópukosning Samfylkingarinnar var tilraun í þessa veru. Síðast en ekki síst hafa nýjar hugmyndir um lýðræðið búið um sig hjá almenningi og fundið sér leið að fólki í gegnum ýmis deilumál undangenginna missera, s.s. fiskveiðistefnuna, Kárahnjúkavirkjun, aðild Íslands að Íraksstríðinu, öryrkjadóminn, eftirlaunamálið og nú síðast fjölmiðlafrumvarpið. Þessar hugmyndir eru kannski ekki mjög vel mótaðar en þær byggja í grundvallaratriðum á því viðhorfi að stjórnmálamenn eigi ekki öðru fremur að stjórna fólki heldur stjórna með fólki. Þó að kjósendur feli fulltrúum sínum tiltekið vald þá hafa þeir ekki skuldbundið sig til aðgerðaleysis á milli kosninga. Í lýðræðissamfélagi á allt vald uppruna sinn hjá fólkinu og þess vegna þarf í stjórnskipan þess, lögum og vinnulagi að finna jafnvægi milli kjörinna fulltrúa og svo þess almennings sem eðlilega hefur skoðanir á sínu nánasta umhverfi. Í lýðræðissamfélagi á að vera stöðug viðleitni til að þróa lýðræðið og þar á sú tilfinning að vera áleitin að það sé alltaf hægt að gera betur. Hugmyndir okkar um lýðræðið verða að taka mið af fjölþættu og menntuðu samfélagi 21. aldarinnar þar sem bæði einstaklingar og samtök hafa forsendur og áhuga á að koma að tilteknum málum án þess þó að hafa stjórnmál að atvinnu. Þingmenn og stjórnmálaforingjar geta ekki lengur litið svo á að þeim hafi verið falið lögmætt vald til að ráða og þurfi ekki að deila því með öðrum nema þegar þeim sjálfum býður svo við að horfa.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun