Sport

Arsenal reiðubúið að selja Viera

Englandsmeistarar Arsenal eru tilbúnir að selja fyrirliða sinn, franska landsliðsmanninn Patrick Viera, til spænska knattspyrnurisans Real Madrid. Þetta kemur fram á netútgáfu BBC í morgun. Að sögn BBC vill Arsenal fá þrjá milljarða króna fyrir Viera eða 23 milljónir punda og bíður félagið eftir því að Madrid-ingar hækki tilboð sitt í leikmanninn. Real Madrid og Arsenal hafa neitað að tjá sig um málið en spænska útvarpsstöðin Cadena SER, sem á hlut í Real Madrid, segir að Arsenal þurfi nokkra daga til að finna eftirmann Viera á miðjunni. Sá er talinn vera portúgalski landsliðsmaðurinn Maniche hjá Porto.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×