Erlent

Harry Potter hættulegur

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að vestrænar stórmyndir sumarsins geti spillt siðferðiskennd kínverskra barna og hafa því bannað nokkrar myndir. Harry Potter, köngulóarmaðurinn og græna tröllið Skrekkur eru meðal þeirra sem taldir eru hafa hættuleg áhrif á æskuna. Ungmenni í Kína munu í vaxandi mæli bera ábyrgð á glæpum sem yfirvöld telja að eigi sér fyrirmyndir í vestrænum kvikmyndum og alls ekki í neinu kínversku. Þeir sem til þekkja segja tilburði yfirvalda til að banna myndir þó til einskis þar sem sjóræningjaafrit af þessum myndum, og fleirum til, kosta langt undir hundrað krónum á svörtum markaði. Tvær myndir telja Kínverjar hins vegar mjög æskilegar: Fahrenheit 911, gagnrýnin heimildarmynd Michaels Moore, og The Day After Tomorrow, umhverfistryllir sem gerir fremur lítið úr bandarískum stjórnvöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×