Sport

Góður sigur á Ungverjum

Íslenska landsliðið í handbolta spilaði einn sinn besta leik um langa hríð þegar liðið bar sigurorð af Ungverjum í þriðja leik liðsins á World Cup í Svíþjóð. Lokatölur urður 33-29 Íslandi í vil en munurinn á liðunum var lengstum leiks meiri. Var sigur Íslands aldrei í teljandi hættu þrátt fyrir að Ungverjar hafi hvað eftir annað í undanförnum leikjum sínum sýnt fádæma einbeittni þegar liðið var komið undir og náð að velgja mótherjum sínum undir uggum við lok leiks. Sú staða kom aldrei upp gegn Íslandi enda lék liðið góðan bolta, skyndisóknir tókust vel og boltinn barst hratt milli manna. Róbert Gunnarsson lék enn og aftur frábærlega fyrir íslenska liðið og skoraði 11 mörk. Ljóst er að Róbert kemur sterklega til greina sem maður mótsins en hann hefur borið af í íslenska liðinu og skorað 8,3 mörk að meðaltali í þeim þremur leikjum sem Ísland hefur leikið. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk og þeir Þórir Ólafsson og Einar Hólmgeirsson fjögur mörk hvor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×