Sport

Pacers græðir 8 milljónir dollara

Indiana Pacers græðir um átta milljónir dollara á því að þrír leikmenn liðsins, Ron Artest, Jermaine O´Neal og Stephen Jackson, voru dæmdir í löng bönn fyrir slagsmál í leik Indiana og Detroit Pistons á dögunum. Leikmennirnir fá ekki laun á meðan þeir eru í banni og tapa um 10,8 milljónum dollara á því en NBA-deildin fær aðeins um 2,9 milljónir dollara af launum þeirra. Artest tapar fimm milljónum dollara, O´Neal rúmum fjórum milljónum og Jackson rúmri einni og hálfri milljón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×