Mánar endurtóku stríðsmótmælin 30. júní 2004 00:01 "Þetta var miklu skemmtilegra en okkur óraði fyrir," segir Björn Þórarinsson hljómsveitarmeðlimur Mána en hljómsveitin vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hún hitaði upp fyrir Deep Purple í Laugardalshöll. "Þarna var fullt af ungum krökkum sem vissu ekkert um okkur því tónlistin okkar hefur ekkert verið í spilun undanfarið og þegar við fundum að þau voru að fíla lögin og upplifðum fagnaðarlætin í salnum varð okkur verulega skemmt." Á sviðinu með Mánum var að finna næstu kynslóð tónlistarmanna innan um hljómsveitarmeðlimi. "Labbi stakk upp á því að við fengjum börnin okkar, sem hafa menntað sig í tónlist, með okkur í lið til að þétta bakraddavegginn og ryþmann í tónlistinni," segir Björn og á tónleikunum spilaði Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu, Björn S. Ólafsson á slagverk og djasssöngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söng með. "Þau slóu ekki feilnótu og það var sérstaklega gaman að upplifa endurkomuna með þeim. Unnur Birna spilaði til dæmis á fiðluna upphafsstefið í þjóðsöng þriggja þjóða í laginu Þriðja heimsstyrjöldin. Það voru kannski ekki allir sem föttuðu pælinguna en þetta voru lög þeirra þjóða sem studdu stríðið í Írak og þarna hljómaði bandaríski, breski og íslenski þjóðsöngurinn." Bassi segir gamla uppreisnarandann hafa komið upp í Mánum aftur. "Þegar við spiluðum lagið fyrir 30 árum vorum við að mótmæla Víetnamstríðinu og undir trommusurgi sem táknaði styrjöldina spiluðum við stubba úr þjóðsöngvum. Nú eftir þátttöku Íslendinga í stríðinu vorum við í rauninni að endurtaka áróðurinn og vorum með alvöru stríðshljóð, hljóð úr þyrlum og vélbyssum og þjóðsöngvana sem hljómuðu yfir." Mánar slógu í gegn í Laugardalshöll og aðdáendur bíða eftir því að fá að heyra í þeim aftur. "Krakkarnir okkar hafa verið að skoða blogg á netinu og þar er mikið verið að spyrja um hvenær næstu tónleikar Mána verða. Þetta kitlar okkur svolítið en ofan á allt saman þá fagnar hljómsveitin fjörutíu ára afmæli sínu á næsta ári. Við erum að velta fyrir okkur með hvaða hætti væri gaman að gera þetta og munum án efa koma saman aftur." tora@frettabladid.is Menning Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
"Þetta var miklu skemmtilegra en okkur óraði fyrir," segir Björn Þórarinsson hljómsveitarmeðlimur Mána en hljómsveitin vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hún hitaði upp fyrir Deep Purple í Laugardalshöll. "Þarna var fullt af ungum krökkum sem vissu ekkert um okkur því tónlistin okkar hefur ekkert verið í spilun undanfarið og þegar við fundum að þau voru að fíla lögin og upplifðum fagnaðarlætin í salnum varð okkur verulega skemmt." Á sviðinu með Mánum var að finna næstu kynslóð tónlistarmanna innan um hljómsveitarmeðlimi. "Labbi stakk upp á því að við fengjum börnin okkar, sem hafa menntað sig í tónlist, með okkur í lið til að þétta bakraddavegginn og ryþmann í tónlistinni," segir Björn og á tónleikunum spilaði Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu, Björn S. Ólafsson á slagverk og djasssöngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söng með. "Þau slóu ekki feilnótu og það var sérstaklega gaman að upplifa endurkomuna með þeim. Unnur Birna spilaði til dæmis á fiðluna upphafsstefið í þjóðsöng þriggja þjóða í laginu Þriðja heimsstyrjöldin. Það voru kannski ekki allir sem föttuðu pælinguna en þetta voru lög þeirra þjóða sem studdu stríðið í Írak og þarna hljómaði bandaríski, breski og íslenski þjóðsöngurinn." Bassi segir gamla uppreisnarandann hafa komið upp í Mánum aftur. "Þegar við spiluðum lagið fyrir 30 árum vorum við að mótmæla Víetnamstríðinu og undir trommusurgi sem táknaði styrjöldina spiluðum við stubba úr þjóðsöngvum. Nú eftir þátttöku Íslendinga í stríðinu vorum við í rauninni að endurtaka áróðurinn og vorum með alvöru stríðshljóð, hljóð úr þyrlum og vélbyssum og þjóðsöngvana sem hljómuðu yfir." Mánar slógu í gegn í Laugardalshöll og aðdáendur bíða eftir því að fá að heyra í þeim aftur. "Krakkarnir okkar hafa verið að skoða blogg á netinu og þar er mikið verið að spyrja um hvenær næstu tónleikar Mána verða. Þetta kitlar okkur svolítið en ofan á allt saman þá fagnar hljómsveitin fjörutíu ára afmæli sínu á næsta ári. Við erum að velta fyrir okkur með hvaða hætti væri gaman að gera þetta og munum án efa koma saman aftur." tora@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög