Mánar endurtóku stríðsmótmælin 30. júní 2004 00:01 "Þetta var miklu skemmtilegra en okkur óraði fyrir," segir Björn Þórarinsson hljómsveitarmeðlimur Mána en hljómsveitin vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hún hitaði upp fyrir Deep Purple í Laugardalshöll. "Þarna var fullt af ungum krökkum sem vissu ekkert um okkur því tónlistin okkar hefur ekkert verið í spilun undanfarið og þegar við fundum að þau voru að fíla lögin og upplifðum fagnaðarlætin í salnum varð okkur verulega skemmt." Á sviðinu með Mánum var að finna næstu kynslóð tónlistarmanna innan um hljómsveitarmeðlimi. "Labbi stakk upp á því að við fengjum börnin okkar, sem hafa menntað sig í tónlist, með okkur í lið til að þétta bakraddavegginn og ryþmann í tónlistinni," segir Björn og á tónleikunum spilaði Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu, Björn S. Ólafsson á slagverk og djasssöngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söng með. "Þau slóu ekki feilnótu og það var sérstaklega gaman að upplifa endurkomuna með þeim. Unnur Birna spilaði til dæmis á fiðluna upphafsstefið í þjóðsöng þriggja þjóða í laginu Þriðja heimsstyrjöldin. Það voru kannski ekki allir sem föttuðu pælinguna en þetta voru lög þeirra þjóða sem studdu stríðið í Írak og þarna hljómaði bandaríski, breski og íslenski þjóðsöngurinn." Bassi segir gamla uppreisnarandann hafa komið upp í Mánum aftur. "Þegar við spiluðum lagið fyrir 30 árum vorum við að mótmæla Víetnamstríðinu og undir trommusurgi sem táknaði styrjöldina spiluðum við stubba úr þjóðsöngvum. Nú eftir þátttöku Íslendinga í stríðinu vorum við í rauninni að endurtaka áróðurinn og vorum með alvöru stríðshljóð, hljóð úr þyrlum og vélbyssum og þjóðsöngvana sem hljómuðu yfir." Mánar slógu í gegn í Laugardalshöll og aðdáendur bíða eftir því að fá að heyra í þeim aftur. "Krakkarnir okkar hafa verið að skoða blogg á netinu og þar er mikið verið að spyrja um hvenær næstu tónleikar Mána verða. Þetta kitlar okkur svolítið en ofan á allt saman þá fagnar hljómsveitin fjörutíu ára afmæli sínu á næsta ári. Við erum að velta fyrir okkur með hvaða hætti væri gaman að gera þetta og munum án efa koma saman aftur." tora@frettabladid.is Menning Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Sjá meira
"Þetta var miklu skemmtilegra en okkur óraði fyrir," segir Björn Þórarinsson hljómsveitarmeðlimur Mána en hljómsveitin vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hún hitaði upp fyrir Deep Purple í Laugardalshöll. "Þarna var fullt af ungum krökkum sem vissu ekkert um okkur því tónlistin okkar hefur ekkert verið í spilun undanfarið og þegar við fundum að þau voru að fíla lögin og upplifðum fagnaðarlætin í salnum varð okkur verulega skemmt." Á sviðinu með Mánum var að finna næstu kynslóð tónlistarmanna innan um hljómsveitarmeðlimi. "Labbi stakk upp á því að við fengjum börnin okkar, sem hafa menntað sig í tónlist, með okkur í lið til að þétta bakraddavegginn og ryþmann í tónlistinni," segir Björn og á tónleikunum spilaði Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu, Björn S. Ólafsson á slagverk og djasssöngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söng með. "Þau slóu ekki feilnótu og það var sérstaklega gaman að upplifa endurkomuna með þeim. Unnur Birna spilaði til dæmis á fiðluna upphafsstefið í þjóðsöng þriggja þjóða í laginu Þriðja heimsstyrjöldin. Það voru kannski ekki allir sem föttuðu pælinguna en þetta voru lög þeirra þjóða sem studdu stríðið í Írak og þarna hljómaði bandaríski, breski og íslenski þjóðsöngurinn." Bassi segir gamla uppreisnarandann hafa komið upp í Mánum aftur. "Þegar við spiluðum lagið fyrir 30 árum vorum við að mótmæla Víetnamstríðinu og undir trommusurgi sem táknaði styrjöldina spiluðum við stubba úr þjóðsöngvum. Nú eftir þátttöku Íslendinga í stríðinu vorum við í rauninni að endurtaka áróðurinn og vorum með alvöru stríðshljóð, hljóð úr þyrlum og vélbyssum og þjóðsöngvana sem hljómuðu yfir." Mánar slógu í gegn í Laugardalshöll og aðdáendur bíða eftir því að fá að heyra í þeim aftur. "Krakkarnir okkar hafa verið að skoða blogg á netinu og þar er mikið verið að spyrja um hvenær næstu tónleikar Mána verða. Þetta kitlar okkur svolítið en ofan á allt saman þá fagnar hljómsveitin fjörutíu ára afmæli sínu á næsta ári. Við erum að velta fyrir okkur með hvaða hætti væri gaman að gera þetta og munum án efa koma saman aftur." tora@frettabladid.is
Menning Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Sjá meira