Sport

Baros vildi fara frá Liverpool

Milan Baros, sóknarmaður Tékka sem hefur slegið í gegn á EM, sagði frá því í gær að hann hefði farið frá Liverpool í sumar ef Gerard Houllier hefði haldið áfram sem framkvæmdastjóri liðsins. Baros, sem hefur átt frábæra leiki með Tékkum á EM og skorað þrjú mörk, var sveltur tækifærum á Anfield á síðustu leiktíð og var alltaf fyrir aftan Micheal Owen og Emilie Heskey í goggunarröðinni. "Houllier tók úr mér allt sjálfstraust, og ég taldi best fyrir mig að fara frá liðinu í sumar. En með komu nýs þjálfara breyttist allt og ég byrja á nákvæmlega stað og allir aðrir leikmenn - á byrjunarreit. Nú vill ég vera áfram hjá Liverpool og vera hluti af liðinu sem Benitez ætlar að mynda," segir Baros.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×