Sport

Owen vill ekki missa Gerrard

Enski landsliðsframherjinn, Michael Owen, hefur nú sett pressu á félagið sitt Liverpool varðandi hugsanlega sölu á Steven Gerrard til Chelsea. "Ég held að það verði ómögulegt að fylla skarð Stevie," sagði Owen í samtali við The News of the World. "Hann er drifkrafturinn í liðinu og hefur gífurlega sterk áhrif á aðra leikmenn. Stevie var langbesti leikmaður Liverpool á síðasta tímabili og það myndi veikja liðið verulega ef hann hyrfi á braut. Skoðun mín á þessu máli er í raun aðeins endurspeglun á skoðunum flestra aðdáenda liðsins sem líta á það sem stórslys ef hann verður seldur," sagði Owen og bætti við: "Hvað mig varðar þá vil ég helst vera áfram hjá Liverpool en eins og ég hef áður sagt, þá verð ég aðeins áfram ef félagið getur komið til móts við metnað minn og það er ekki að gerast með sölu á Steven Gerrard."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×