Sport

Ósáttur við Deco

Luis Figo varpaði léttri sprengju í portúgalska landsliðshópinn í gær þegar hann gagnrýndi hinn brasilíska Deco, leikmann Porto, sem hefur portúgalskt ríkisfang og hefur leikið með portúgalska landsliðinu síðustu ár. Figo gagnrýndi harkalega þá ákvörðun landsliðsþjálfarans þegar hann valdi Deco fyrst í hópinn á síðasta ári og hann er ekki hættur. "Ég hef ekki trú á því að fólk frá Spáni yrði ánægt ef ég fengi mér spænskt ríkisfang og færi að spila með spænska landsliðinu," sagði Figo í gær. "Þetta hefur áhrif á andann í liðinu og ég er ekki ánægður með þetta. Fyrir mér er þetta einfalt. Ef þú fæðist Kína þá spilarðu með kínverska landsliðinu. Mér finnst að menn séu að misnota aðstöðu með þessu og ég mun ekki breyta skoðun minni þótt Deco sé í landsliðinu núna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×