Erlent

Ívan á leið til Mexíkóflóa

Einn öflugasti fellibylur sem um getur færist nú nær Mexíkóflóa eftir að hafa valdið miklum skemmdum á vesturhluta Kúbu, en þó minni en óttast var. Fellibylurinn hefur orðið að minnsta kosti sextíu og átta manns að bana á ferð sinni um Karíbahafið og það virðist sem lítið hafi dregið úr vindhraða fellibylsins sem er í hæsta styrkleikaflokki. Vindhraði hans var 300 kílómetrara á klukkustund í gær þegar hann gekk yfir Kúbu. Ekki er vitað fyrir víst nákvæmlega hvert Ivan stefnir, en þó er talið líklegt að hann gangi á land á suðurströnd Bandaríkjanna, einhversstaðar á milli Luisiana og Florida. Olíuborpallar undan ströndinni hafa verið rýmdir og íbúar á þessum slóðum búa sig undir fárviðri. .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×