Hættir að nota vinylplötur 29. júlí 2004 00:01 Það er mjög erfitt að ná plötusnúðnum Sasha í símann. Daginn eftir að viðtalið átti að fara fram hringir umboðsmaður hans í mig og biðst afsökunar og segist loksins hafa náð í skottið á honum sjálfur. Ég var svo sem með símanúmerið hjá honum en hann hefur passað vandlega upp á það að svara ekki. Sama hversu oft ég hringdi. Nú segist kappinn reiðubúinn til þess að gefa mér hluta af tíma sínum, en svarar þó ekki fyrr en við fjórðu tilraun. Og þá er hann á þeytingi einhvers staðar í Bandaríkjunum að reyna að ná lest. Það er frekar erfitt að ná þér í símann. "Fyrirgefðu, ég hef verið að ferðast og sofa of mikið," segir Sasha eftir stuttan hlátur. "Líkamsklukkan mín er í skralli. Ég er vakandi allar nætur og sofandi alla daga." Mjög upptekinn maður, sem sagt. "Það er alveg óhætt að segja það." Það er líklegast ástæðan fyrir því að þú misstir af flugvélinni núna síðast? "Nei, það var bara slys. Venjulega tekur það mest um 25 mínútur að fara frá húsinu mínu upp á flugvöll. Á slæmum degi, kannski um hálftíma. Þarna tók það mig um tvo klukkutíma að komast upp á Heathrow. Þetta var síðasta flugið og það var ekkert sem ég gat gert. Þetta var algjört klúður. Síðast þegar ég var þarna skemmti ég mér konunglega og ég hlakkaði til að fara aftur í Bláa lónið." Sasha gaf nýverið út plötuna Involver þar sem hann endurhljóðblandar m.a. lög eftir U.N.K.L.E., Felix da Housecat, Ulrich Schnauss og Spooky. Á plötunni tileinkar hann sér nýjar vinnuaðferðir. "Ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég næ að blanda saman plötusnúðatækni minni við hljóðverstæknina. Ég hafði það bak við eyrun allan tíma hvernig þetta myndi hljóma á plötunni. Á nýju plötunni notum við ekki Pro-tools lengur. Ég er orðin hrifnari af nýjum forritum. Pro-tools er gott í upptökur en ekki til þess að semja tónlist á." Hefur plötusnúðasettið þitt breyst mikið frá því að þú komst hingað síðast? "Já, það hefur komið út fullt af góðri tónlist á þessu ári og ég reyni að endurnýja plöturekkan á tveggja vikna fresti. Ég hef mjög gaman af því að plötusnúðast þessa dagana. Mér finnst það spennandi. Ég er meira í því að blanda saman hljóðum núna, en að viðhalda einni sérstakri stefnu út kvöldið." Núna, þegar þú ert orðinn þetta þekktur plötusnúður, finnst þér það vera skylda þín að koma tónlist á framfæri sem þú ert að fíla? "Algjörlega. Fyrir mér er það í fyrsta lagi mikilvægt að allir séu að skemmta sér, svo kemur það hlutverk að fræða lýðinn og kynna fyrir þeim nýja tónlist. Þá reynir maður að spila þá tónlist sem er ferskust hverju sinni. Aðalatriðið er að skilja eftir góða minningu hjá fólki. Ef ég er á tónleikaferðalagi er stundum erfitt að nálgast nýja tónlist. Þá bið ég fólk um að setja lög á ftp-netþjóninn minn. Þannig get ég verið með splúnkuný lög." Nú? Notar þú þá ekki bara gamla vínylinn? "Nei, ég stefni á að hætta að nota hann alveg og verða bara með tölvu í framtíðinni. Þá get ég notað þau forrit sem ég nota í hljóðverinu og gert hluti á staðnum. Ég ætlaði að vera byrjaður á þessu í sumar. Það tekur bara svo langan tíma fyrir mig að hljóðrita allt plötusafnið mitt og færa það yfir í stafrænt form. Þannig myndi þetta vera miklu gagnvirkara sett, þar sem ég gæti gert fleiri hluti. Ég er mjög spenntur fyrir þessu," segir Sasha að lokum og er þotinn upp í næstu lest. Sasha heldur uppi stuðinu fyrir bæjarrotturnar, sem treystu sér ekki út úr bænum, á Nasa á sunnudag á vegum útvarpsþáttarins Partyzone. Í þetta skiptið lofar hann að mæta. Ásamt Sasha spilar "The Don" Grétar G. Forsala aðgöngumiða er í Þrumunni en einungis verða seldir 900 miðar. Miðaverð er 1.500 kr. í forsölu en 1.900 kr. við hurð. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Það er mjög erfitt að ná plötusnúðnum Sasha í símann. Daginn eftir að viðtalið átti að fara fram hringir umboðsmaður hans í mig og biðst afsökunar og segist loksins hafa náð í skottið á honum sjálfur. Ég var svo sem með símanúmerið hjá honum en hann hefur passað vandlega upp á það að svara ekki. Sama hversu oft ég hringdi. Nú segist kappinn reiðubúinn til þess að gefa mér hluta af tíma sínum, en svarar þó ekki fyrr en við fjórðu tilraun. Og þá er hann á þeytingi einhvers staðar í Bandaríkjunum að reyna að ná lest. Það er frekar erfitt að ná þér í símann. "Fyrirgefðu, ég hef verið að ferðast og sofa of mikið," segir Sasha eftir stuttan hlátur. "Líkamsklukkan mín er í skralli. Ég er vakandi allar nætur og sofandi alla daga." Mjög upptekinn maður, sem sagt. "Það er alveg óhætt að segja það." Það er líklegast ástæðan fyrir því að þú misstir af flugvélinni núna síðast? "Nei, það var bara slys. Venjulega tekur það mest um 25 mínútur að fara frá húsinu mínu upp á flugvöll. Á slæmum degi, kannski um hálftíma. Þarna tók það mig um tvo klukkutíma að komast upp á Heathrow. Þetta var síðasta flugið og það var ekkert sem ég gat gert. Þetta var algjört klúður. Síðast þegar ég var þarna skemmti ég mér konunglega og ég hlakkaði til að fara aftur í Bláa lónið." Sasha gaf nýverið út plötuna Involver þar sem hann endurhljóðblandar m.a. lög eftir U.N.K.L.E., Felix da Housecat, Ulrich Schnauss og Spooky. Á plötunni tileinkar hann sér nýjar vinnuaðferðir. "Ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég næ að blanda saman plötusnúðatækni minni við hljóðverstæknina. Ég hafði það bak við eyrun allan tíma hvernig þetta myndi hljóma á plötunni. Á nýju plötunni notum við ekki Pro-tools lengur. Ég er orðin hrifnari af nýjum forritum. Pro-tools er gott í upptökur en ekki til þess að semja tónlist á." Hefur plötusnúðasettið þitt breyst mikið frá því að þú komst hingað síðast? "Já, það hefur komið út fullt af góðri tónlist á þessu ári og ég reyni að endurnýja plöturekkan á tveggja vikna fresti. Ég hef mjög gaman af því að plötusnúðast þessa dagana. Mér finnst það spennandi. Ég er meira í því að blanda saman hljóðum núna, en að viðhalda einni sérstakri stefnu út kvöldið." Núna, þegar þú ert orðinn þetta þekktur plötusnúður, finnst þér það vera skylda þín að koma tónlist á framfæri sem þú ert að fíla? "Algjörlega. Fyrir mér er það í fyrsta lagi mikilvægt að allir séu að skemmta sér, svo kemur það hlutverk að fræða lýðinn og kynna fyrir þeim nýja tónlist. Þá reynir maður að spila þá tónlist sem er ferskust hverju sinni. Aðalatriðið er að skilja eftir góða minningu hjá fólki. Ef ég er á tónleikaferðalagi er stundum erfitt að nálgast nýja tónlist. Þá bið ég fólk um að setja lög á ftp-netþjóninn minn. Þannig get ég verið með splúnkuný lög." Nú? Notar þú þá ekki bara gamla vínylinn? "Nei, ég stefni á að hætta að nota hann alveg og verða bara með tölvu í framtíðinni. Þá get ég notað þau forrit sem ég nota í hljóðverinu og gert hluti á staðnum. Ég ætlaði að vera byrjaður á þessu í sumar. Það tekur bara svo langan tíma fyrir mig að hljóðrita allt plötusafnið mitt og færa það yfir í stafrænt form. Þannig myndi þetta vera miklu gagnvirkara sett, þar sem ég gæti gert fleiri hluti. Ég er mjög spenntur fyrir þessu," segir Sasha að lokum og er þotinn upp í næstu lest. Sasha heldur uppi stuðinu fyrir bæjarrotturnar, sem treystu sér ekki út úr bænum, á Nasa á sunnudag á vegum útvarpsþáttarins Partyzone. Í þetta skiptið lofar hann að mæta. Ásamt Sasha spilar "The Don" Grétar G. Forsala aðgöngumiða er í Þrumunni en einungis verða seldir 900 miðar. Miðaverð er 1.500 kr. í forsölu en 1.900 kr. við hurð.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira