Innlent

Bíða þess að komast til Bangkok

Hópur átta Íslendinga á Patong-strönd á Phuket eyju í Taílandi heldur enn til á hóteli sínu. Þar sat fólkið að snæðingi morgunverðs þegar flóðbylgjan skall á ströndinni. Margrét Þorvaldsdóttir, ein úr hópnum, segir þau hafa fundið mikinn hlýhug að heiman. Það hjálpi þeim: "Við erum enn þá í Phatong og ég býst við að við verðum hérna eitthvað áfram. Við höfum ekki náð í ferðaskrifstofuna til að breyta farseðlunum." Margrét segir þau hafa heyrt að öngþveitið á flugvellinum sé mikið. Þau viti því ekki enn hvort þau komist í burtu en þau ætli að reyna að komast til höfuðborgarinnar Bankok. Margrét segir að vel fari um hópinn: "Við erum öll saman og höldum ró. Við erum mest hér á hótelinu og næsta nágrenni og förum lítið niður í miðbæ." Meira en 430 manns létust á eyjunni Phuket í Taílandi, samkvæmt heimildum fréttastofunnar AP, og rúmlega eitt þúsund alls í suðurhluta landsins af völdum flóðbylgjunnar. 4,100 manns slösuðust þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×