Íslendinga leitað á sjúkrahúsum 28. desember 2004 00:01 Íslendinga á ferð um Taíland hefur verið leitað á sjúkrahúsum í Phuket í Taílandi. Utanríkisráðuneytið hefur ekki haft upp á tólf manns sem ættingjar sakna. Nöfnum og kennitölum þeirra hefur verið komið til taílenskra stjórnvalda og danskra, segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Pétur segir að í tólf manna hópnum séu Íslendingar búsettir vetrarlangt á Pattaya í Taílandi, einn á ferðalagi og fimm manna fjölskylda sem ferðast hafi til Balí. Hvorki Balí né Pattaya varð fyrir flóðbylgju. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir tvær formlegar beiðnir hafa borist um aðstoð við leit ættingja landsmanna af erlendum ættum. Önnur í Taílandi, hin á Sri Lanka. Þórir segir ákveðið að starfsmaður Rauða krossins fari til Sri Lanka á næstu dögum til almennra hjálparstarfa. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsinu, starfar með Rauða krossinum við að leita ættingja landsmanna ættaða frá Taílandi. Hún segir að haft hafi verið uppi á allflestum. Sjálf sakni hún vina og kunningja frá Patong-strönd, en fjölskylda hennar sé óhult. Dótturfyrirtæki Icelandair, Loftleiðir, flaug á vegum sænskra stjórnvalda að sækja sænska ríkisborgara til Phuket, samkvæmt Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúi Icelandair. Pétur segir ekki hafa komið til tals hjá utanríkisráðuneytinu að Íslendingarnir verði sóttir. Þeir hafi ekki óskað þess. Hins vegar hafi hópur fólks á Phuket óskað eftir aðstoð við að komast til Bangkok. Reynt verði að verða við því næstu daga. Alls hafa nær tuttugu milljónir verið áhafnað Rauða krossinum til hjálparstarfa í Asíu. Auk fimm milljóna framlags stjórnvalda veitti Pokasjóður verslunarmanna sömu upphæð. Um átta milljónir hafa safnast frá almenningi. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Íslendinga á ferð um Taíland hefur verið leitað á sjúkrahúsum í Phuket í Taílandi. Utanríkisráðuneytið hefur ekki haft upp á tólf manns sem ættingjar sakna. Nöfnum og kennitölum þeirra hefur verið komið til taílenskra stjórnvalda og danskra, segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Pétur segir að í tólf manna hópnum séu Íslendingar búsettir vetrarlangt á Pattaya í Taílandi, einn á ferðalagi og fimm manna fjölskylda sem ferðast hafi til Balí. Hvorki Balí né Pattaya varð fyrir flóðbylgju. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir tvær formlegar beiðnir hafa borist um aðstoð við leit ættingja landsmanna af erlendum ættum. Önnur í Taílandi, hin á Sri Lanka. Þórir segir ákveðið að starfsmaður Rauða krossins fari til Sri Lanka á næstu dögum til almennra hjálparstarfa. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsinu, starfar með Rauða krossinum við að leita ættingja landsmanna ættaða frá Taílandi. Hún segir að haft hafi verið uppi á allflestum. Sjálf sakni hún vina og kunningja frá Patong-strönd, en fjölskylda hennar sé óhult. Dótturfyrirtæki Icelandair, Loftleiðir, flaug á vegum sænskra stjórnvalda að sækja sænska ríkisborgara til Phuket, samkvæmt Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúi Icelandair. Pétur segir ekki hafa komið til tals hjá utanríkisráðuneytinu að Íslendingarnir verði sóttir. Þeir hafi ekki óskað þess. Hins vegar hafi hópur fólks á Phuket óskað eftir aðstoð við að komast til Bangkok. Reynt verði að verða við því næstu daga. Alls hafa nær tuttugu milljónir verið áhafnað Rauða krossinum til hjálparstarfa í Asíu. Auk fimm milljóna framlags stjórnvalda veitti Pokasjóður verslunarmanna sömu upphæð. Um átta milljónir hafa safnast frá almenningi.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira