Innlent

Vara við ferðum til Asíu

Utanríkisráðuneytið varar við ferðalögum til suðvesturhluta Taílands, Norður-Súmötru í Indónesíu, suðausturstrandar Indlands, Srí Lanka og Maldíveyja. Ráðuneytið hvetur fólk til að afla sér nákvæmra upplýsinga um hvort öruggt sé að ferðast um suðurhluta Taílands áður en lagt sé upp í ferð. Að fólk kynni sér rækilega aðstæður og ráðleggingar stjórnvalda í Indónesíu og að hvorki sé farið til Srí Lanka né Maldíveyja nema að brýna nauðsyn beri til. Er viðvörunin birt á vef ráðuneytisins vegna hamfaranna í löndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×