Innlent

Kínverjar í stað Portúgala?

Af tvö hundruð og fimmtíu portúgölskum starfsmönnum Impregilo sem fóru til síns heima fyrir hátíðarnar koma aðeins hundrað til baka. Starfsmenn við Kárahnjúka segja ljóst að yfirmenn fyrirtækisins vilji frekar fá Kínverja til starfa. Þingflokkur Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag og segir þar að tilraunir Impregilo til að ráða kínverska verkamenn til starfa á miklu lakari kjörum en tíðkist hér á landi, séu forkastanlegar. Þingflokkurinn sakar ríkisstjórnina um að beita handafli í þágu Impregilo. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að hafa tal af honum vegna málsins. Stjórnvöld hafa veitt Impregilo atvinnuleyfi fyrir fimmtíu og fjóra kínverska verkamenn. Talsmaður fyrirtækisins hefur sagt í fjölmiðlum að engin stífla verði reist við kárahnjúka nema starfsfólk fáist til verksins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var ekki óskað eftir framlengingu á starfskröftum um hundrað og fimmtíu portúgalskra starfsmanna af tvö hundruð og fimmtíu sem fóru til síns heima fyrir jól en um hundrað þeirra koma til baka nú eftir áramót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×