Innlent

Flughálka í Árnessýslu

Björgunarsveit frá Laugarvatni hefur verið kölluð út til að aðstoða fólk í bílum í uppsveitum Árnessýslu sem kemst hvorki lönd né strönd vegna flúgandi hálku og ísingar á öllum vegum. Margir bílar hafa runnið út í kanta og hálfvegis útaf, en hvergi hafa orðið slys né umtalsvert eignatjón. Hálkan er svo mikil að fólki er engan veginn stætt á vegunum ef það fer út úr bílunum og hvetur lögreglan í Árnessýslu fólk til að vera alls ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri til og alls ekki nema á góðum nagladekkjum eða keðjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×