Innlent

Flugleiðir senda vél til Taílands

Tala látinna vegna hamfaranna í Asíu er komin upp í 55 þúsund og er enn óttast að hún kunni að hækka. Ekkert hefur enn heyrst af þrettán Íslendingum sem vitað er að voru á þessum slóðum. Að mati utanríkisráðuneytisins, sem grafist hefur fyrir um afdrif Íslendinga á svæðinu, eru flestir þeirra sem ekki hefur náðst til að öllum líkindum á tiltölulega hættulitlum svæðum.  Klukkan 18 í kvöld fer flugvél frá Flugleiðum fyrir sænsk stjórnvöld til Taílands að sækja sænska ferðamenn þar. Með vélinni fara tíu tonn af vatni frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og teppi sem Rauði kross Íslands sendir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×