Innlent

Brúðkaupi frestað

Brúðkaupi sem fara átti fram á Akureyri klukkan hálf tvö á jóladag var frestað til klukkan fimm og svo aftur til klukkan sjö en þá var loks orðið fært innanbæjar. Þá var hjónavígslan framkvæmd og ungu hjónin komust í eina sæng fyrir miðnætti á brúðkaupsdaginn. Að sögn Séra Svavars A. Jónssonar sem framkvæmdi athöfnina voru brúðhjónin hæstánægð með þetta breytta fyrirkomulag því einstaklega rómantískt var á jóladagskvöld á Akureyri, birtan svo falleg og allt mjög hvítt og jólalegt. Mikill snjóstormur geisaði á Akureyri á jólanótt og gekk ekki niður fyrr en um hádegi en þá var allt ófært í nokkra tíma í viðbót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×